Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 75
FUIMDIR OG RAÐSTEFIMUR
vísu 0,75% eða innan við 1%.
„Þetta segir okkur að við eigum
enn töluvert í land með að ná
árangri nágrannaþjóðanna - en
möguleikarnir eru miklir!“
Þess má geta að Bandaríkin
tróna efst með 7,6% markaðs-
hlutdeild.
BREYTINGAR Á ALÞJÓÐA-
MARKAÐI Að sögn Rósbjargar
eru örar breytingar á þessum
markaði líkt og svo mörgum
öðrum. Fundir verða sífellt styttri, þ.e.a.s. í dögum talið, og hver
fundur er fámennari en áður. „En það eru haldnir fleiri minni
fundir - og þar gæti verið tækifæri fyrir okkur. Svo virðist sem
bókunarfyrirvari sé einnig að styttast. Umfjöllunarefni á ráð-
stethum eru líka sértækari en áður,“ segir hún. „Hvað varðar
þátttakendur á ráðstefnum þá taka fleiri konur þátt en áður, þátt-
takendur eru eldri, einstæðir foreldrar eru í auknum mæli
meðal ráðstefnugesta og stöðugt fleiri alþjóðaráðstefnur og við-
burðir hafa með sér fjölmenningarlegt yfirbragð. Að öllum
þessum þáttum þarf að huga þegar kemur að því að skoða
þarfir kaupendanna. Og því má ekki gleyma að öryggi ráð-
stefnugesta skiptir sköpum við val á áfangastað hvort heldur
um er að ræða ráðstefnu eða hvataferð."
STYRKLEIKAR ÍSLANDS „Lega landsins er mikilvægur þáttur
þegar horft er til íslands á alþjóðavísu. A þessum markaði er
alltaf verið að leita eftir nýjum stöðum sem fáir hafa heimsótt
og bjóða upp á ógleymanlega upplifun. Við getum boðið upp á
beint flug til áfangastaða beggja megin Atlantshafs sem er
óneitanlega mikill styrkleiki og festir okkur í huga væntanlegra
kaupenda sem „Mid Atlantic Meeting Point“. í desember var
haldin hér á landi árleg ráðstefna SlTE-samtakanna, Society of
Incentive & Travel Executives, og komu hingað af því tilefni ríf-
lega 300 sérfræðingar á sviði hvataferða og ráðstefna hvaðan-
æva úr heiminum. Þarna gafst einstakt tækifæri til að sýna það
besta sem ísland hefur upp á að
bjóða í þessum efnum. Að fá til
landsins verkefni sem þetta er
mikil lyftistöng fyrir okkur og
gefur okkur aukið tækifæri til
að styrkja ímynd Islands meðal
alþjóðlegra fagaðila sem áfanga-
staðar til ráðstefnuhalds og mót-
töku hvataferða. Yerkefnið þótti
takast mjög vel og voru gestir
ánægðir með aðstöðu og þá
þjónustu sem Island hefur upp á
að bjóða.“
HLUTUERK RSÍ Ráðstefnuskrifstofa íslands er aðildarfélag og
hefur það hlutverk að markaðssetja ísland sem ákjósanlegan
áfangastað til ráðstefnuhalds og móttöku hvataferða á
alþjóðamarkaði. Auk þess ber skrifstofunni að vekja áhuga
íslendinga í alþjóðasamskiptum á að halda ráðstefnur og
fundi sinna fagfélaga hér á landi.
Að baki skrifstofunni standa Ferðamálaráð Islands,
Reykjavikurborg, Icelandair, flest leiðandi hótel á sviði ráð-
stefnuhalds og hvataferða auk annarra fyrirtækja, s.s. sér-
hæfðra ráðstefnuskipuleggjenda, afþreyingarfyrirtækja, veit-
ingahúsa og fleiri sem eiga hagsmuna að gæta af ráðstefnu-
haldi og móttöku hvataferða.
í dag eru 39 aðildarfélagar að RSÍ en að sögn Rósbjargar
geta allir þeir sem eiga hagsmuna að gæta af ráðstefnuhaldi
sótt um að gerast aðildarfélagar. „Margir þættir skipta máli
þegar hugað er að ráðstefnu og þurfa allir hlekkir þjónustu-
keðjunnar að tengjast saman. Þjónusta Ráðstefnuskrifstofu
íslands er veitt endurgjaldslaust og felst fyrst og fremst í ráð-
gjöf við undirbúning ráðstefna og funda. Við miðlum upplýs-
ingum á hlutlausan hátt til viðskiptavina og vísum þeim áfram
á fagaðila. RSÍ hvetur alla væntanlega ráðstefnugestgjafa til að
nýta sér þá þjónustu og þekkingu á ráðstefnuhaldi sem fyrir
hendi er meðal fagaðila. Mikið er í húfi þegar blásið er til
slíkra verkefna og brýnt að vel takist til.“ HIi
4,00%
3,50%
3,00%
2,50%
2,00%
1,50%
1,00%
0,50%
0,00%
Skipting markaðshlutdeildar Norðurlandanna á heims-
vísu miðað við fjölda funda. (Heimild ICCA 2002)
(•)
Ráðstefnuskrifstofa
ÍSLANDS
Aðilar að Ráðstefnuskrifstofu íslands:
Ferðamálaráð íslands - Reykjavíkurborg - lcelandair - Radisson SAS Hótel Saga - Radisson SAS Hótel ísland - Nordica Hotel - Hótel Loftleiðir - Grand Hótel Reykjavík - Perlan
Highlanders - Hótel Rangá - Ferðaskrifstofa íslands, ráðstefnudeild - Ráðstefnur og fundir - Destination lceland - íslandsfundir - Congress Reykjavik - lceland Incoming
Ferðaskrifstofan Atlantik - Gestamóttakan - Akureyri - Afþneyingarfélagið - Eskimos - Hópbflar - Bláa lónið - Fjallamenn - íshestar - Radíóstofa Nýherja - Exton Kastljós - Háskólabíó
Hótel Borg - Fjörukráin - Viðeyjarstofa - Hótel Reynihlíð - Broadway - Lækjarbrekka - Kaffi Reykjavík - Skíðaskálinn í Hveradölum - LAX-Á - Guðmundur Tyrfingsson