Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 64
Heimasíðurnar
Heimasíða lceland Express þykir koma uel út í samanburði uið heimasíðu lcelandair, mun ein-
faldara þykir að bóka hjá lceland Express en hjá lcelandair. Iceland Express sé að gera skemmti-
lega hluti á sinni síðu, t.d. með þuí að bjóða upp á hús til leigu á Ítalíu.
skemmt fyrir. Réttara sé að einbeita sér að rekstrinum,
byggja hann upp og bjóða gott verð og góða þjónustu og
gera það með jákvæðum hætti. Þegar orkan fari í að
skamma keppinautinn og tjá sig um afkomu hans í stað þess
að berja sér á brjóst, fari menn að velta fyrir sér hvernig
staðan sé í raun.
Engin ástaeða að sitja þegjandi óiafur er ósammáia þessu
og telur Iceland Express einungis hafa gagnrýnt Icelandair
fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu. „Við höfum aldrei
tjáð okkur um þjónustu þeirra, bara bent á að afkoma þeirra
sýnir svart á hvítu hvað þeir þurfa að fórna miklum tekjum í
samkeppninni við okkur. Ef þeir hefðu getað haldið áfram
með vorsmellina þá hefði þeim verið í lófa lagið að keyra
okkur í kaf en þeim var bannað að selja miðana svo áberandi
langt undir kostnaðarverði. Það er engin ástæða fyrir okkur
að sitja þegjandi og hafa áhyggjur af því að þessi gagnrýni sé
neikvæð fyrir okkur hvað almannatengslin varðar. Það er
enginn annar sem bendir á það hvernig þeir misnota sína
markaðsráðandi stöðu,“ segir hann.
Margir telja að rekstrarkostnaður Iceland Express sé of
mikill og yfirbyggingin sömuleiðis en því eru forráðamenn
félagsins ekki sammála. Um 48 manns starfa hjá þessu félagi
og verða 65 talsins þegar báðar vélarnar eru komnar í notkun.
Að margra mati ætti félagið að hafa færri starfsmenn, en
Ólafur telur tal um yfirbyggingu út i hött, fáliðun sé nær lagi
því að félagið sé með 4.800 farþega á hvern starfsmann á árs-
grundvelli. Hjá Icelandair sé sambærileg tala um 900 farþegar.
Harkan sex Viðbrögð Icelandair við samkeppninni hafa
ekki komið á óvart enda vita menn þar á bæ að það er harkan
sex sem gildir í fluginu. Margir telja að Icelandair finni veru-
lega fyrir samkeppninni frá Iceland Express og telja sumir að
stjórnendum Icelandair hafi verið brugðið vegna þess hve vel
hafi gengið hjá þessu nýja flugfélagi en nú séu þær raddir
háværar hjá Icelandair að rekstur Iceland Express gangi ekki
upp á endanum. Ymsir telja að félagið hafi ekki beitt sér af
neinum alvörukrafti gegn Iceland Express, félaginu hefði
verið í lófa lagið að bregðast við
og jafnvel koma í veg fyrir að
Iceland Express kæmist í loftið í
fyrra, t.d. með því að stofna sjálft
lágfargjaldaflugfélag. I samtölum
við ýmsa heimildarmenn kom
fram sú kenning að stjórnendur
Icelandair hefðu talið sjálfum sér
svo rækilega trú um að lítil hætta
stafaði af Iceland Express að
hugsanlegt sé að þeir sofni á verð-
inum. Varla þarf að taka fram að
sjálfir eru stjórnendur Icelandair
engan veginn sammála þessu.
Þegar rætt er við stjórnendur
Icelandair leggja þeir áherslu á að
félagið sé í samkeppni á mjög
stóru sviði, ekki megi til dæmis gleyma leiguflugi ferðaskrifstof-
anna til sólarlanda. Samkeppni til London og Kaupmannahafnar
sé af hinu góða en það sé aðeins brot af markaðnum og það sé
mesti misskilningur að Iceland Express hafi sett allt á annan
endann með innkomu sinni á markaðinn. Icelandair hafi verið
búið að lækka verðið áður en Iceland Express kom til.
,Auðvitað höfum við brugðist við keppinautum okkar eftír að
þeir komu inn á markaðinn en aðdragandinn er ekki nýr. Við
erum lifandi þátttakendur í þessu umhverfi og vitum hvað er að
gerast í heiminum. Fyrir þremur árum fengum við fyrst smjör-
þefinn þegar Go kom hingað. Þá vissum við til hvaða veislu
okkur var boðið,“ segja þeir og bæta við að Icelandair hafi unnið
markvisst að því eftir 11. september 2001 að lækka kostnað til
að mæta samkeppni við lággjaldaflugfélög. Um það beri glöggt
vitni árið 2002 sem hafi verið arðbærasta ár félagsins.
ímyndin „betta dýra, fína félag“ Icelandair telur að með
tilkomu lággjaldaflugfélaga felist tækifæri, ekki bara ógnanir.
Félagið hafi látíð gera vikulegar markaðsrannsóknir síðustu
misseri og komist að raun um að það hafi ekki náð nógu vel
til ungs fólks og Islendinga sem búsettir séu erlendis þrátt
fýrir að vera samkeppnisfært í verði. Félagið hafi þurft að
vinna í ímynd sinni. „Imynd Iceland Express var sú að þeir
væru miklu lægri í verði og þess vegna fóru viðskiptavinir inn
á vefinn hjá þeim og keyptu miða án þess að kanna hvaða
verð þeir hefðu getað fengið hjá okkur. Þetta fólk taldi sig
vera að gera góð kaup þrátt fyrir að við værum kannski að
bjóða jafn vel eða betur. Okkar ímynd var sú að við værum
þetta dýra, fína, góða flugfélag sem veitti fulla þjónustu og
hlyti því að kosta meira,“ segja þeir.
Til að ná til unga fólksins og Islendinga erlendis í auknum
mæli ákvað Icelandair að fara út í óhefðbundnar auglýsingar,
t.d. með því að tengjast tónleikahaldi, brosköllum með
sjóræningjalepp, auglýsingum með áherslu á verðið en ekki
nafni fyrirtækisins og leiknum auglýsingum sem nokkuð
hefur borið á að undanförnu. „Við erum ekki þetta stóra,
þunga og íhaldssama bákn sem hlýtur að vera dýrt heldur
erum við i takt við unga fólkið," segja þeir. B3
64