Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 72
FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Stríð í Kosouo Flestir fundir og ráðstefnur eru nokkurn veginn eins. Þótt margir þeirra séu áhugaverðir vegna þeirra málefna sem þar eru til umfjöllunar er sjaldan annað sem stendur upp úr. Mér er hins vegar sérstaklega minnisstæð ferð sem ég fór til Bandaríkjanna árið 1999 með hópi fólks úr stjórnmálum og fjölmiðlum til að fá betri innsýn inn í þankagang Bandaríkja- stjórnar í utanríkis- og varnarmálum. Við sátum ijölmarga fundi en einnig hafði verið skipulögð ferð í Hvíta húsið þar sem við áttum að fá að fylgjast með Joe Lockhart blaðafulltrúa forsetans stýra blaðamannafundi. Skömmu eftir að fundurinn hefst er Lockhart afhentur miði og hann þagnar. Það kom nokkurt fát á menn enda vissi enginn hvað var að gerast fyrr en Bill Clinton sjálfur gengur inn í salinn og tilkynnti að stríðið í Kosovo væri hafið. Þetta var að sjálfsögðu mikil upplifun fyrir okkur sem tókum þátt í þessu og skemmtilegt að fá tækifæri til að fylgjast með Bandaríkjaforseta tilkynna um sögulegan viðburð í þetta miklu návígi. Þetta var líka frábær hópur í þessari ferð og við höfum haldið sambandi síðan og hittumst reglulega enn þann dag í dag. [ffl Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Friðarfundur í Seúl Múhameðstrúarmenn, kristnir, gyðingar og hindúar ásamt fulltrúum fiölmargra annarra trúarhópa hittust í Seúl í Suður-Kóreu fyrir nokkrum árum. „Ein eftirminnilegasta ráðstefna, sem ég hef farið á, var haldin í Seúl,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. „Þarna komu saman fulltrúar helstu trúarbragða heimsins, bæði lítilla og stórra, og ræddu tengsl trúarbragða og heimsfriðar. Rætt var um hvað það er innan trúarbragðanna sem helst vinnur gegn friði og stuðlar að aðgreiningu og flokkadráttum. Og hvort þá þætti sé ekki að finna í öllum helstu trúarbrögðunum. Einnig var rætt um friðarhorfur og þátt trúarbragða í að koma á fríði í stríðs- hrjáðum heimshlutum. Þó svo að hugtök eins og friður, kær- leikur og fyrirgefning séu lykilhugtök í mörgum helstu trúar- brögðum heimsins þá virðist oft sem vissar trúarkenningar og þeir trúarleiðtogar sem halda þeim á lofti stuðli frekar að sundrungu, fordómum, mismunun og jafnvel stríði. Þarna ræddu saman múftar, rabbínar, og prestar og það var athyglisvert að heyra samtöl þeirra og skoðanir og kannski athyglisverðast af öllu að sjá hversu þráin eftir friði og kærleika var sterk hjá öllum þátttakendum, hvaða trú sem þeir játuðu." Sr. Hjörtur Magni segir að sér sé minnisstætt að hafa séð þarna í mjög framandi landi, sem verkaði á marga þátttak- endur sem hlutlaust svæði, fulltrúa ýmissa trúarhópa, menn sem eru framarlega og áberandi í sínum heimalöndum, fella niður varnir sínar og dansa saman á skemmtikvöldi. „Þarna voru mun fleiri karlar en konur, því miður, því að mörg trúarbrögðin eru enn mjög karlmiðlæg, en það sást ljós- lega þetta kvöld hvað þessir menn, sem maður sér helst í fjöl- miðlum og á alvarlegum nótum, gátu verið mannlegir og skemmt sér vel saman og skemmt öðrum.“ En oft er það svo á stórum ráðstefnum að það sem gerist utan dagskrár er ekki síður merkilegt. Eftir ráðstefnuna tókst mér einmitt að heimsækja þá kirkju sem hefur verið í hvað örustum vexti allra kirkna í heiminum undanfarin ár og þar skynjaði ég svo mikinn kraft og mikla sköpunargleði að það er ógleymanlegt. SH 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.