Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 78
FUIMDIR OG RÁÐSTEFIMUR
Bjarni segir stöðugan vöxt hafa
verið undanfarin ár í þessum geira í
tengslum við sífellt fleiri og stærri ráð-
stefnur og sýningar sem haldnar eru
hér á landi.
„Yið höfum í gegnum tíðina séð um
marga af stærstu viðburðum hér á landi
og það er algengt að erlendir aðilar geri
úttekt á þjónustu okkar til að kanna
gæði hennar. Það er ánægjulegt að
segja frá því að við höfum fengið fram-
úrskarandi umsagnir eftir slíkar kann-
anir enda er mikið lagt upp úr því hjá
Securitas að sú þjónusta sem við veitum
viðskiptavinum okkar sé iyrsta flokks.“
Securitas:
Samspil mannaðnar
gæslu og tæknilausna
- skapar þá yfirsýn sem er forsenda öryggis
að er af sem áður var þegar fólk skildi eftir ólæst heima
hjá sér og jafnvel ólæsta sýningarsali og fundarherbergi.
Undanfarin ár hefur öryggisgæsla færst í vöxt og sífellt
fleiri fyrirtæki notfæra sér þjónustu öryggisfyrirtækja.
Þjónustan getur falist í mannaðri gæslu eða tæknilausnum, s.s.
brunaviðvörunarkerfum, aðgangsstýrikerfum eða öryggis-
myndavélum eða samspili mann- og tæknilegra þátta, sem oft
er reyndar sú lausn sem veitir mesta yfirsýn og þar með einnig
mesta öryggið. Einstakar lausnir eru síðan mjög mismunandi,
allt eftir þörfum hvers og eins, frá því að vera dagleg gæsla
húsnæðis og upp i stranga öryggisgæslu á sýningum og ráð-
stefnum, að ekki sé minnst á stærri viðburði, s.s. NATO-
fundinn sem haldinn var hér um árið og vakti talsverða athygli.
GÆÐIN HÖFÐ AÐ LEIÐARLJÚSI „Við skipuleggjum öryggis-
mál í kringum stærri og smærri ráðstefnur og sýningar í sam-
vinnu við skipuleggjendur og þá sem standa fyrir slíkum
viðburðum," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Securitas.
„Það er margt sem þarf að hafa auga með á t.d. ráðstefnu, og
stærstu málin snúa oft að beinni mannaðri gæslu og aðgangs-
stjórnun og því að kanna hvort öll öryggismál séu í réttum
farvegi. Brunaviðvörunarkerfi og slökkvitæki þurfa að vera í
lagi, loftræstibúnaður að virka og svo framvegis.“
ÞEKKING OG KUNNÁTTA Þó í sjálfu
sér sé ekki langt síðan farið var að
huga að öryggismálum hér á landi
með þessum hætti, má segja að íslend-
ingar hafi tekið þau mál með trompi,
eins og svo mörg önnur.
„Okkar fólk er allt mjög vel þjálfað
og staðallinn sem við notum er
strangur," segir Bjarni. „Þeir sem
stunda öryggisgæslu fara í gegnum
sérstaka þjálfun og reglulega eru
gerðar prófanir, m.a. á viðbrögðum
og kunnáttu. Það hefur færst mun
meiri harka í glæpi en áður var og
nauðsynlegt fyrir öryggisverði að
kunna sitt fag og vita hvernig bregðast á við beri eitthvað út
af í öryggislegu tilliti. Að sama skapi eru miklar kröfur
gerðar til menntunar okkar tæknifólks og þeirrar sérþjálf-
unar sem það gengur í gegnum í tengslum við öflun
þekkingar á þeim kerfum sem það sérhæfir sig í.
STÖÐUGUR METNAÐUR í 25 ÁR Securitas er á þeim tíma-
mótum á þessu ári að verða 25 ára. Starfsmenn fýrirtækisins
eru nú um 240 talsins. Þar af er liðlega helmingurinn öryggis-
verðir og nimlega 60 tæknimenn. Viðbragðsafl Securitas er
einnig mjög gott því að jafnaði eru 12 bílar lýrirtækisins á
ferðinni um borgarlandið auk þess sem viðbragðsafl er til
staðar á Akureyrarsvæðinu þar sem fyrirtækið hefur útibú
sem og á Suðurnesjum og í Fjarðabyggð.
„Við erum til staðar og viðbragðsflýtir og rétt vinnubrögð
skipta höfúðmáli ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. „Við
erum þjónustufyrirtæki og sérhæfum okkur á sviði öryggis-
mála. Við ætlum okkur að vera leiðandi á þeim markaði hér
eftir sem hingað til. Við höfum á að skipa mjög hæfu starfs-
fólki sem hefur stöðugan metnað að þjóna viðskiptavinum
okkar á framúrskarandi hátt og bjóða þeim sérþjálfað starfs-
fólk og hágæða tæknilausnir til að öllum þáttum öryggismála
sé eins vel borgið og frekast er kostur.“S!l
„Við erum þjónustufyrirtæki og sérhæfum okkur á sviði öryggismála," segir Bjarni
Ingólfsson, markaðsstjóri Securitas.
78