Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 89
Sagan endalausa Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. Einn þeirra þátta sem fyrirtæki hafa til að stilla saman strengi starfsfólks og fyrirtækis er að halda með því fundi, gjarnan utan þéttbýlis. Með því að fara út fyrir bæinn og vera með starfsfólkið allt saman á afmörkuðum stað, næst betri árangur að sögn Jóhanns Inga Gunnarssonar sálfræðings, en hann hefur stjórnað mörgum námskeiðum og fundum af þessu tagi um ævina. „Iiðsheild innan fyrirtækis skiptir gríðarlega miklu máli og getur skipt sköpum varðandi afkomu þess,“ segir Jóhann Ingi. „Góð samskipti innan fyrirtækis þurfa að vera fyrir hendi og það má oft sjá á fyrirtækjum hvernig þau eru. Það er líka í eðli mannskepnunnar að staðna og því er rétt að hrista upp í fólki af og til. Við lifum á tímum mikilla breytinga og þær geta verið mjög hraðar en lykilatriðið er þó að mannauðurinn skiptir mestu máli og það þarf að virkja hann með þeim tækjum sem til eru. Það kemur ekkert í stað þess að tala saman og nauð- synlegt er að byggja upp traust á meðal samstarfsfólks því án þess verður hugarfarið ekki gott.“ EFTIRMINNILEG FERÐ Jóhann Ingi segir gott að blanda saman slíkum fundum og afþreyingu eins og að ganga á fjallstind, fara í reiðferð eða eitthvað annað. „Það hefur færst í vöxt að fjöl- skyldur taki þátt í afþreyingu að lokn- um fundum og gjarnan þá að kvöldi. Þetta held ég að sé góð hugmynd og það eykur samkennd hópsins og skilning maka og ijölskyldu á eðli vinnunnar auk þess sem vinabönd tengjast. Hins vegar þarf að gæta þess að halda við því sem byijað er á, því við erum í eðli okkar spretthlauparar og leggjum ótrauð af stað, en stundum verður lítið úr því að klára.“ Jóhann segist hafa haldið mörg námskeið og fundi og oft fundið upp á ýmsu eins og því að láta þátttakendur veiða sér til matar eða tjalda úti á víðavangi. „Mér er minnisstæður einn fundur þar sem ég fór með æðstu stjórnendur Flugleiða út í Elliðaey, ásamt Magnúsi Pálssyni. Þeir áttu sér einskis ills von en við Magnús létum þá tjalda og veiða sér til matar. Þeir fengu enga þjónustu og þurftu að lesa greinar við kertatýru og uppfæra skjöl hand- virkt. Þeir höfðu held ég gaman af þessu og muna það enn, en svona nokkuð skerpir verulega félagsandann og vekur menn oft til umhugsunar." SIi „Peppfundir" eru vinsælir til þess að auka sam- kennd og liðsheild innan fyrirtækja. Siv Friðleifsdóttir: „Á þessu ári munu koma þúsundir gesta til landsins vegna formennsku okkar í norrænu samstarfi." fluiindir Norðurlanda ísland þykir spennandi kostur þegar halda á ráð- stefnu og góð mæting er að öllu jöfnuáfundi og ráðstefnur hér á landi. Norrænu ríkin skiptast á um að fara með for- mennsku í Norrænu ráð- herranefndinni og leiða starf- semina eitt ár í senn. Arið 2004 kemur það í hlut íslendinga að gegna formennsku í nefndinni og hafa þeir mótað stefnu fýrir samstarfið á formennsku- tímanum undir fyrirsögninni „Auðlindir Norðurlanda". Með auðlindum er átt við samfélagsgerðina, félagslegar aðstæður, menningarai'finn og náttúruauðlindir. „Á þessu ári munu þúsundir gesta koma vegna þessa sam- starfs á fundi og ráðstefnur," segir Siv Friðleifsdóttir. „For- mennskulandið vill að sjálfsögðu að sem flestir fundir séu haldnir þar og við höfum beint ansi mörgum ráðstefnum og fundum hingað. Þar á meðal eru ráðherrafundir, embættis- mannafundir og málþing af ýmsu tagi. Við teljum ísland hafa upp á gríðarlega mikið að bjóða sem ráðstefnuland, ekki bara vegna þess að hér er mjög góð aðstaða, heldur einnig vegna þess hve afþreyingarmöguleikar eru hér rnargir. Náttúra landsins er víðfræg og landið þykir spennandi og gestir sem að öllu jöfnu hafa fá eða engin tækifæri til að heimsækja landið koma hingað og lengja þá oft ferðina um einhveija daga til að skoða sig um.“ Siv segir hótelaðstöðu vera með því besta sem gerist í heiminum og möguleikana til landkynningar nær óþijótandi. „Með þessum nýju hótelum sem hér hafa risið og þeim sem fyrir voru, er nú hægt að fullyrða að hótelrými sé næganlegt og hægt að halda stóra fundi hér. Það er mikill kostur og allt þetta til samans gerir að verkum að við teljum okkur geta keppt við hvaða land sem er.“ B5 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.