Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 100

Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 100
FUIMDIR OG RÁÐSTEFIMUR Hjá Jóa Fel: Fundir og mannfagnaðir Þegar við byrjuðum með bakaríið var haft í huga að vera með gott bakarí þar sem farið væri nýjar leiðir án þess að gamlar hefðir týndust," segir Jói Fel, hinn þekkti og vinsæli bakari sem um árabil hefur bakað ofan í landann auk þess sem hann hefur gefið út uppskriftabækur og unnið sjónvarpsþætti. „Fljótlega eftir að við settum upp bakarí, var ljóst að það vantaði líka veisluþjónustu og við settum hana upp líka,“ segir Jói. „Tímarnir breytast og mennirnir með,“ segir í gömlu máltæki en það var haft í huga þegar Bakarí Jóa Fel var sett á stofn. Matur frá suðlægum slóðum og þá kannski helst Ítalíu, var okkur ofarlega í huga og þar ekki síst brauð með léttu og góðu áleggi og tertur sem kitla bragðlaukana og eru konfekt fyrir augun frekar en að vera miklar að magni. Fólk vill fá eitthvað nýtt og gott, majones og ijómatertur eru á undanhaldi - eiginlega flótta! Jói Fel, hinn þekkti og vinsæli bakari sem um árabil hefur bakað ofan í landann auk þess sem hann hefur gefið út uppskriftabækur og unnið sjónvarpsþætti. LETTARI MATSEÐLAR Jói segir marga farna að bjóða upp á léttari mat og að fjölbreytnin hafi aukist mjög. „Það er ekkert mál að vera með nokkra verðflokka þegar um er að ræða veislur, fundi eða ráðstefnur en það fer eftir því hvers eðlis viðkomandi samkoma er. Pinnamatur þar sem allt er tilbúið og sett fallega upp á bakka er alltaf dýrastur þar sem allt kemur tilbúið og meiri vinna liggur að baki en brauð með ostum og góðu áleggi, þar sem fólk smyr sér sjálft, er næsti kostur. Það getur myndað skemmtilega stemmningu og gerir að verkum að fólk hreyfir sig heldur meira. Svo er auðvitað léttur matur sem borinn er fram í stórum skálum þar sem fólk skammtar sér sjálft og fær sér gott brauð með.“ Allt fer þetta eftir eðli fundarins, hversu frjálslegur hann er og einnig hversu langur hann á að vera og einnig skiptir máli hvenær dags fundurinn er. „Ef eitthvað sætt á að vera með þarf að velja það eftir því hvernig og hvenær fundurinn er, athuga þarf hversu mikil vinna er á bak við hvern desert. Sumir þeirra eru þannig að erfitt er að borða þá með fmgrunum og þá þarf að gera ráð fyrir að áhöld séu til staðar. Ef það á að vera alvöru terta í desert er gert ráð fyrir því áður með diska og hnífapör," segir Jói alvörugefinn, enda tertur alvörumál í hans augum. PINNAMATUR Hjá Jóa Fel er hægt að fá pinna- mat fyrir litla og stóra hópa og það sett upp á þann hátt sem hentar hverjum og einum. Jói leggur áherslu á að fólk hringi og leiti upplýsinga því auðvitað sé starfsfólkið með sér- þekkingu á því sem til er og geti oft komið með góðar tilllögur. S9 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.