Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 100
FUIMDIR OG RÁÐSTEFIMUR
Hjá Jóa Fel:
Fundir og mannfagnaðir
Þegar við byrjuðum með bakaríið var haft í huga að vera
með gott bakarí þar sem farið væri nýjar leiðir án þess
að gamlar hefðir týndust," segir Jói Fel, hinn þekkti og
vinsæli bakari sem um árabil hefur bakað
ofan í landann auk þess sem hann hefur
gefið út uppskriftabækur og unnið
sjónvarpsþætti. „Fljótlega eftir að við
settum upp bakarí, var ljóst að það vantaði
líka veisluþjónustu og við settum hana
upp líka,“ segir Jói.
„Tímarnir breytast og
mennirnir með,“ segir í
gömlu máltæki en það var
haft í huga þegar Bakarí
Jóa Fel var sett á stofn.
Matur frá suðlægum slóðum og þá kannski helst Ítalíu,
var okkur ofarlega í huga og þar ekki síst brauð með léttu
og góðu áleggi og tertur sem kitla bragðlaukana og eru
konfekt fyrir augun frekar en að vera miklar
að magni.
Fólk vill fá eitthvað nýtt og gott, majones og
ijómatertur eru á undanhaldi - eiginlega flótta!
Jói Fel, hinn þekkti og vinsæli bakari sem um árabil hefur bakað ofan í
landann auk þess sem hann hefur gefið út uppskriftabækur og unnið
sjónvarpsþætti.
LETTARI MATSEÐLAR Jói segir marga farna
að bjóða upp á léttari mat og að fjölbreytnin
hafi aukist mjög.
„Það er ekkert mál að vera með nokkra
verðflokka þegar um er að ræða veislur, fundi
eða ráðstefnur en það fer eftir því hvers eðlis
viðkomandi samkoma er. Pinnamatur þar sem
allt er tilbúið og sett fallega upp á bakka er alltaf
dýrastur þar sem allt kemur tilbúið og meiri
vinna liggur að baki en brauð með ostum og
góðu áleggi, þar sem fólk smyr sér sjálft, er
næsti kostur. Það getur myndað skemmtilega
stemmningu og gerir að verkum að fólk hreyfir
sig heldur meira. Svo er auðvitað léttur matur
sem borinn er fram í stórum skálum þar sem
fólk skammtar sér sjálft og fær sér gott brauð
með.“
Allt fer þetta eftir eðli fundarins, hversu
frjálslegur hann er og einnig hversu langur
hann á að vera og einnig skiptir máli hvenær
dags fundurinn er. „Ef eitthvað sætt á að vera
með þarf að velja það eftir því hvernig og
hvenær fundurinn er, athuga þarf hversu mikil
vinna er á bak við hvern desert. Sumir þeirra
eru þannig að erfitt er að borða þá með
fmgrunum og þá þarf að gera ráð fyrir að
áhöld séu til staðar. Ef það á að vera alvöru
terta í desert er gert ráð fyrir því áður með
diska og hnífapör," segir Jói alvörugefinn,
enda tertur alvörumál í hans augum.
PINNAMATUR Hjá Jóa Fel er hægt að fá pinna-
mat fyrir litla og stóra hópa og það sett upp á
þann hátt sem hentar hverjum og einum. Jói
leggur áherslu á að fólk hringi og leiti
upplýsinga því auðvitað sé starfsfólkið með sér-
þekkingu á því sem til er og geti oft komið með
góðar tilllögur. S9
100