Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 108
Guðni Jónsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Pennans.
heppnast sérlega vel. Hópurinn hefur þjappast vel saman og
allir þátttakendur, sammála um að þetta hafi verið ákaflega
skemmtileg tilbreyting og félagslega uppbyggjandi fyrir
starfsfólkið.“
LÍTILL REKSTRARKOSTNAÐUR Guðni segist vera stoltur að
segja frá því að KyoceraMita ljósritunarvélarnar og
prentararnir séu trúlega með lægstan rekstrarkostnað slíkra
tækja sem þekkist í heiminum. Stærstu ljósritunarvélarnar
eru með tromlur sem endast í allt að 4,5 milljónum eintaka.
„Þennan lága rekstrarkostnað hafa viðskiptavinir okkar svo
sannarlega kunnað að meta og hafa viðtökurnar undanfarna
mánuði, eftir að við fórum að vekja athygli á þessum lága
rekstrarkostnaði, verið vægt sagt frábærar," segir Guðni. „Hið
sama gildir um prentarana frá KyoceraMita sem einkum eru
ætlaðir stærri notendum.“
Brother prentararnir, ljölnotatækin og föxin eru einnig
mjög hagkvæm í rekstri og henta sérlega vel minni
notendum. Kosturinn við Brother umfram flesta aðra prentara
á markaðnum er sá að sama dufthylkið passar í flestar gerðir
véla frá Brother og þurfa notendur þannig ekki að kaupa sér-
stakt hylki fyrir hvern einstakan prentara, séu þeir með
nokkrar gerðir.
ÓDÝR BLEKHYLKI Það er mjög mikilvægt að velja réttar
tölvurekstrarvörur, þ.e. blekhylki og tónera fyrir tækin.
Penninn býður nú Dataline blekhylki og dufthylki frá Esselte
sem er einn stærsti framleiðandi ritfanga í Evrópu. 2040%
ódýrari en merkjavöruhylki. Þetta eru vörur sem ekki eru á
neinn hátt lakari en merkjavörur en þó svona miklu ódýrari og
þegar mikið er notað af hylkjum munar um þennan kostnað í
rekstrinum. Það má heldur ekki gleyma því að Penninn býður
landsins mesta úrval í nær alla prentara og ljósritunarvélar
sem seldar eru hér á landi.
HÚSGÖGN PENNANS Sem leiðandi fyrirtæki á sviði skrif-
stofuhúsgagna og húsgagna til notkunar í almennu umhverfi
hefur Penninn átt mjög gott samstarf við ijölda stórra aðila.
Sem dæmi má nefna nýleg og stór verkefni fyrir Orkuveitu
Reykjavíkur, Hjartavernd, Samtök atvinnulífsins, VÍS, PWC,
KPMG, Hagstofu íslands, íslandsbanka, Nýheija, Náttúru-
fræðihús Háskóla Islands, Kennaraháskóla íslands, DV og
KB banka.
„I trésmiðjum okkar starfa nú um 40 manns en þar eru
framleidd íslensku skrifstofuhúsgögnin okkar og sérsmíði
eftir pöntunum," segir Guðni. Agætt dæmi um sérsmíðaverk-
efni á síðasta ári er t.d. Nordica hótel, hjúkrunarheimilið Eir,
Alcan á Islandi, Grafarvogskirkja, Samtök iðnaðarins og
Hjartavernd. Trúlega eru íslensku Fléttuhúsgögnin, sem
Valdimar Harðarson hannaði, vinsælustu skrifstofuhúsgögnin
í dag en ásamt sérsmíði og hönnun eigin húsgagna flytur
Penninn inn skrifstofuhúsgögn og skrifstofustóla frá
þekktustu fyrirtækjum í heimi. Penninn stendur vel undir
væntingum; að vera með allt fyrir skrifstofuna! 35
108