Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 40
Feðgarnir; Hjálmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri KG fiskverkunar, Kristján Guðmundsson, fv. framkvæmdastjóri, og Guð-
mundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Útgerðarféiagsins Tjalds.
VÖLDU ÚA FREKAR EN HB
Feðgarnir frá Rifi, Kristján Guðmundsson og synir hans, Guð-
mundur og Hjálmar, sendu inn verðhugmyndir í tvö fyrir-
tæki, Utgerðarfélag Akureyringa, ÚA, og Harald Böðvarsson á
Akranesi, HB. Feðgarnir skoðuðu möguleika á sameiginlegu
tilboði í HB með Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, þar sem
sameiginlegt félag þeirra og heimamanna á 25%, en ekkert
varð af því. Þeir voru hæstbjóðendur í báðum tilvikum og
fengu að velja hvort fyrirtækið yrði samið um. Þeir völdu ÚA
þar eð þeir töldu meiri samlegðaráhrif og möguleika fólgna í
því. Aðrir bjóðendur í ÚA voru því aldrei boðaðir að samninga-
borðinu. Til greina kom að selja þeim bæði fyrirtækin en með
sölu á HB til Granda fékkst ákveðið jafnvægi í viðskiptin og var
ánægja með það innan Brims. Feðgarnir frá Rifi keyptu ÚA á 9
milljarða króna en félagið fór inn í Brim á sínum tíma á 7,5
milljarða. Þeir hafa verið lengi í útgerð, Guðmundur með Tjald
og Hjálmar með fiskverkun á Rifi. ÚA er óvenju fjársterkt félag,
sem getur borgað háan arð. Það er talið eiga á þriðja milljarð í
lausu fé og eignum sem hægt væri að losa um, kröfum og verð-
bréfum. Þá virðast feðgarnir hafa gott orð á sér og nægilegt
lánstraust í bönkum til að klára kaupin. 33
SLITNAÐIUPP ÚR -
KAUPIN TÓKUST SAMT!
reifingar um kaup á Haraldi Böðvarssyni á Akranesi byijuðu
snemma og voru kaupendur HB að mörgu leyti betur undir-
búnir en aðrir sem höfðu áhuga á þessum viðskiptum. Því var
engin furða að snemma skyldi vera gengið frá sölunni.
Bræðurnir Haraldur og Sturlaugur Sturlaugssynir, stjórnendur
HB, sendu strax 23. september bréf til Landsbanka íslands þar
sem þeir lýstu yfir áhuga fjölskyldunnar ásamt fleirum enda var
það ætlun þeirra að kaupa strax og yfirlýsingar tóku að berast
frá nýjum eigendum og stjórn félagsins um sölu Brims. Ekki
var greint frá því hveijir aðrir myndu taka þátt í kaupunum enda
komu þar ýmsir til greina, HB fjölskyldan hafði jú starfað innan
fyrirtækisins í tæp 100 ár, síðustu árin með ýmsum, meðal
annars olíufélögum, tryggingafélögum og lífeyrissjóðum.
Rétt er að hafa í huga að hluthafar í HB voru 1.100 talsins
þegar félagið fór inn í Eimskip og að Eimskip (28%) og Grandi
(yfir 20%) áttu um það bil helming meðan hlutur HB fjölskyld-
unnar var aðeins 11-12% þegar Eimskip og eigendur HB skiptu
á bréfum fyrir rúmu ári, enda hefur HB gengið í gegnum
margar sameiningar á undanförnum árum. Þegar tilkynning
barst í desember sl. um að salan á Brimi stæði fyrir dyrum ef
viðunandi verð fengist fóru HB fjölskyldan og heimamenn á
Akranesi að hugsa sér til hreyfings enda mikilvægt að halda
áhrifum innan fyrirtækisins vegna þess hversu gríðarlega
þýðingarmikill vinnuveitandi fyrirtækið er á Akranesi með um
2 milljarða króna í vinnulaun árið 2002 og langhæsti launa-
greiðandi í Norðvesturkjördæminu öllu.
Til upprifjunar má minna á að Arni Vilhjálmsson, stjórnarfor-
maður Granda, hafði haft áhuga á HB en misst af því áður en
kom til samruna HB við Eimskip fyrir rúmu ári. Hann hafði lýst
fyrir þeim í stórum dráttum hvernig hann sæi fyrir sér rekstur
HB Granda ef til kæmi og að bræðrunum stæði til boða
stjórnunarstöður í félaginu. Ekkert hafði breyst í þessum
efnum þegar tækifæri gafst aftur til að tengja HB Granda í vet-
ur. Arni lýsti því yfir við bræðurna Harald og Sturlaug að hann
40