Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 73
FUNDIR OG RÁÐSTEFIMUR
nema að fara í fylgd tveggja prófessora á ráðstefnu í Þránd-
heimi en hún fjallaði um tæknimenntun á háskólastigi á
Norðurlöndum.
Að sjálfsögðu týndist farangurinn minn einhvers staðar á
leiðinni, en við þurftum að millilenda þarna í öðrum hveijum
bæ! Það var því ekki um annað að ræða en að vera í ferða-
fötunum í hátíðarkvöldverðinum fyrsta kvöldið því í þá daga
var maður ekki að bæta í fataskápinn að óþörfu og kaupa sér
flík þó farangurinn týndist.
Sjálf ráðstefnan var haldin næsta dag og var með mis-
góðum erindum eins og gengur. Meðal annars talaði þar
þungavigtarmaður úr norska orkuiðnaðinum mikið og lengi,
en lágt og hratt þannig að ég náði engu samhengi og ég held
að ég hafi ekki verið ein um það. Þarna var líka frábært erindi
frá Nokia um framtíð upplýsingatækninnar. Eftir ráðstefnuna
settist ég svo með öðrum verkfræðinemum og tók þátt í að
semja ályktun ungu kynslóðarinnar.
Mér þótti mjög vænt um hvað norsku verkfræðinemarnir
tóku vel á móti mér en tvær stelpur tóku mig alveg að sér. Þær
sýndu mér bæinn og fóru með mér á kaffihús. Síðan buðu þær
Hátíðarkuölduerður í ferðafötum
Þórunn Pálsdóttir, Jjármálastjóri ístaks, hefurvíðafarið og mér í heimsókn til sín í fallega gamla íbúð þar sem nokknr
margar ráðstefnur setið. „Fyrsta ráðstefnan sem ég fór á leigðu saman.
er mér minnisstæð," segir Þórunn. Þessi fyrsta ráðstefna mín var því í heildina afai skemmti-
„Þá bauðst mér sem stjórnarmanni í félagi verkfræði- leg og góð reynsla.“ HQ
Frábær fundur á Hótel Rangá!
Ferðaþjónustan er sífellt að reyna að fjölga ferðum hópa
sem hingað koma utan hefðbundins sumarleyfistíma, til
að nýta betur þjónustuna sem fyrir hendi er.
í janúar komu hingað til lands allir helstu stjórnendur
bresk-bandarísks stórfyrirtækis og héldu hér skipulagsfund.
Skipuleggjendur voru breskt fýrirtæki, Corporate Innovation,
fyrirtæki sem skipuleggur ferðir og ráðstethur og vinnur mikið
með íþróttahópum, sér um ferðir sem tengjast Formúlu 1, fót-
bolta og fleira.
„Við byijuðum á því að skoða mögulegar staðsetningar
með tilliti til stærðar hópsins og þess að hluti hans er stað-
settur í Evrópu og hluti í Bandaríkjunum,“ segir Lísa Bunce
sem stóð fyrir ferðinni hingað og stýrði dagskránni. „ísland er
tilvalið land fyrir slíka hópa, mitt á milli heimsálfanna og býður
upp á frábæra náttúru og er allt öðruvisi en flestir aðrir staðir.
Við vorum hér í sex nætur og notuðum dagsbirtuna, sem
reyndar var ekki löng í janúar, til að hrista hópinn saman í
ýmsum styttri ferðum. Við fórum m.a. á Mýrdalsjökul, austur
á Sólheimasand og víðar og þetta var hreint út sagt stórkost-
legt. Dvöl í Reykjavík hefði verið góð en þetta var samt miklu
betra og öll aðstaða og þjónusta á Hótel Rangá er til mikillar
aftur.
fyrirmyndar. Við höfðum samband við Eskimo Travel sem
aðstoðaði okkur við skipulagningu en það sérhæfir sig í
afþreyingarferðum af ýmsu tagi og stóð sig vel.“ S3
73