Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 80
FUIMDIR OG RAÐSTEFIMUR
Ráðstefnur og fundir:
Hafa skipulagt ráðstefnur
og fundi í 15 ár
Skipulagning ráðstefna er flókið mál og margt sem hafa þarf í huga svo ekkert
fari úrskeiðis. Þá er best að leita til sérfræóinganna.
Rtyk/avik
XXXIV NORDISKA ÖGONLÁKARMÖTtT
XVII. NORDIC
VI I I RINARV CONCRE:
2ö 2‘l |ULY l’W-t.
RiYKIAVIK ICHAND
Diljá Gunnarsdóttir og Matthías Kjartansson, eigendur Ráðstefna og funda.
Um þessar mundir erum við búin að vera i því að skipu-
leggja fundi og ráðstefnur um 15 ára skeið, en fyrirtækið
var stofnað í desember 1988,“ segir Matthías Kjartans-
son, framkvæmdastjóri og annar eigenda fyrirtækisins Ráð-
stefna og funda, „og telst okkur til að við séum búin að þjóna
eitthvað um 50.000 manns á þessum árum. Okkar þjónusta
felst í því að vinna með undirbúningsnefnd að skipulagningu
og framkvæmd ráðstefnanna og losa nefndarmenn þannig við
alla handavinnu, ef svo má að orði komast, svo þeir geti ein-
beitt sér að faglegu hliðinni og innihaldi ráðstefnunnar."
Þjónusta fyrirtækisins felst í því að aðstoða ráðstefnuskipu-
leggjendur við allt sem þeir þurfa, m.a. sjá um fundaraðstöðu,
tæknimál, samskipti við fyrirlesara, gistingu og afþreyingu
fyrir gestina og maka, ef þeir eru með, og margt fleira. Iistinn
er nánast óendanlegur.
HVATAFERÐIR „Eittafþví sem
hefur farið ört vaxandi síðustu
árin eru hvata-, óvissu- og ævin-
týraferðir sem fyrirtæki bjóða
starfsfólki sínu upp á en við
höfum einnig sérhæft okkur á
því sviði og höfum getið okkur
afar gott orð við það. Við
bjóðum upp á ævintýraferðir til
erlendra fyrirtækja og finnum
eitthvað við allra hæfi.“
Matthías segir að vissu leyti sé
auðveldast að skipuleggja
afþreyingu fyrir einstaklinga og
hópa sem eru að koma hingað í
fyrsta sinn. „Þeir gestir hafa
ekkert séð af landinu og fara
oftast á hefðbundna staði. Þegar
hins vegar fólk er að koma í
annað eða þriðja sinn, vandast
málið, en að sjálfsögðu leysum við það. Einnig vilja gestir á
ráðstefnum og fundum oft hitta fyrir kollega sína hér á landi
til að skiptast á skoðunum eða skoða fyrirtæki í svipuðum
geira og finnum við þá leið til þess.“
FJÖLBREYTTAR RÁÐSTEFNUR Ráðstefnur og fundir hafa séð
um fjölda verkefna á sl. 15 árum, allt frá litlum fundum upp í
fjölmennar og flóknar ráðstefnur og á heimasíðu félagsins
www.iii.is er að finna yfirlit yfir þær helstu. Þar eru einnig
nánari upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins og hvernig
staðið er að skipulagningu funda og ráðstefna. Eigendur eru
þau Matthías Kjartansson og Diljá Gunnarsdóttir sem bæði
hafa mikla og fjölþætta reynslu í skipulagningu funda og ráð-
stefna og þekkja vel til allra aðstæðna hér á landi hvað varðar
hvers kyns þjónustu við skipulagningu ráðstefha hérlendis. S5
80