Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 22
FORSÍÐUGREIN - KAUPIN í ÍSLANDSBANKA Til er vinnuplagg innan Islandsbanka um úttekt sem gerð var með vitund Björgólfs fyrir rúmu ári um kosti þess að sameina bankana og hvaða hindrunum þyrftí að ryðja úr vegi til að Samkeppnisstofnun samþykkti ráðahaginn. Sam- fyndi bankanna er bara ekki eins gott og það var fyrir rúmu ári þegar plaggið var gert. um 14,5 milljarða og endurselt um 8,7% aftur með framvirkum samningum fyrir tæpa 7 milljarða, mest af því hefur bankinn selt til Werners-systkina. Landsbankinn er öruggur með einn mann í stjórn Islandsbanka, en rætt er um að 8% atkvæðamagn dugi tíl að koma manni að í stjórn bankans á aðalfundinum sem haldinn verður í mars. Flestum finnst samt hæpið að Lands- bankinn ögri íslandsbanka- mönnum með því að setja einhvern af sínum mönnum í stjórn. Líklegra sé að bankinn styðji við bakið á einhveijum sér þóknanlegum og horfa menn til Werners-fjölskyldunnar í þeim efnum, eða einhvers sem hún vill fá í stjórn. Werners-systkinin eru líklegast komin með nægilegt magn atkvæða til að koma sínum manni í stjórn Islandsbanka vegna eigin styrks og finnst flestum afar senni- legt að Karl Wernersson taki þar sætí. Werners-fjölskyldan hefur verið meðspilari Björgólfs í áraraðir; fyrst í gegnum Pharmaco og síðan í Delta. Hún er með stærstu hluthöfum í Pharmaco og orðin forrík eins og aðrir stórir hluthafar þar. Það má segja að árið hafi byrjað með látum hjá Björgólfi. Ekki það að hann hafi slakað á því gamla, öðru nær. Hann byijaði árið á því að brjóta Brim niður í frumeindir sínar og seldi UA, HB og Skagstrending með um þriggja milljarða hagnaði eftir skatta um miðjan janúar. Það var hagnaður sem fáir áttu von á að næðist! Gárungarnir ræddu um Björgólf sem „Brimbijót" eftír þau viðskipti þótt það orð merki raunar varnargarður gegn brimi og stórum öldum. Það barf tvo til að dansa tangó En hann sat ekki lengi aðgerðarlaus eftír söluna á Brimi. Landsbankinn hóf fljótlega áhlaupið á íslandsbanka. Þar komst Björgólfur hins vegar að því að það er ekki nóg að annar aðilinn sé hrifinn sé ætlunin að stofna tíl ástarsambands; það þarf tvo til að dansa tangó! Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Islandsbanka, brást illa við kaupum Landsbankans í íslandsbanka og sagði engan áhuga af þeirra hálfu að sameinast Landsbankanum, auk þess sem hann teldi hugmyndina fjarstæðukennda með öllu þar sem Samkeppnisstofnun myndi ekki samþykkja samruna bankanna. í sjónvarps- fréttum lýsti hann ennfremur yfir megnri óánægju með það hvernig Landsbankinn nálgaðist málið með svo ögrandi kaupum, væri bankinn á annað borð með nánari kynni í huga. Allt er þetta mál hið sérkennilegasta. Menn hafa nefnt það áhlaup, upphlaup, gönuhlaup, frumhlaup eða skammhlaup! Það kom hvellur. En hvað svo? Eftír látlausar umræður í fjöl- miðlum í rúma viku um að Landsbankinn og Björgólfur stefndu að yfirráðum í íslandsbanka og sameiningu bankanna barst loks yfirlýsing frá Björgólfi hinn 12. febrúar sl. Margir hafa spurt sig að því hvers vegna þessi yfirlýsing kom svo seint frá honum. Hvers vegna stöðvaði Landsbankinn ekki umræðuna í fæðingu ef hún var á svo miklum villigötum? „Núna eru áhugaverð fjárfestingartæhifæri“ Björgólfur segir í yfirlýsingu sinni að Landsbankinn stefni ekki og hafi ekki stefnt að yfirtöku íslandsbanka og umræður um þetta mál í fjölmiðlum hefðu verið villandi. Hins vegar telji Lands- bankinn mikilvægt að áfram verði leitað leiða til aukinnar hagræðingar í bankakerfinu eða nánari samvinnu - og stoðir bankanna þar með styrktar til frekari þátttöku í alþjóðlegri bankastarfsemi. Síðan kom setning sem margir hafa staldrað við: „Sú staða, sem nú er uppi á fjármálamarkaði, skapar hins vegar áhugaverð fjárfestingartækifæri í fjármálafyrirtækjum." Þessi setning hefur setið í mönnum. Hvað þýðir hún? Sumir hafa túlkað hana þannig að Björgólfur sé enn og aftur á eftír Straumi sem er að mestu í eigu Islandsbanka. Ætti mönnum að vera í fersku minni þegar hann tók snúning á því félagi síðastliðið haust. I huga almennings hefur enn ekki fennt yfir sporin í Eimskipsmálinu frá síðasta hausti þegar Björgólfur og Landsbankinn hófu á mjög svo „strategískan hátt“ leiftursókn á Eimskip og yfirtóku félagið. Það var það sem nefnt er á viðskipta- máli „fjandsamleg yfirtaka". En auðvitað stjórnar því enginn hvernig kaupin gerast á eyrinni í hlutabréfaviðskiptum og hvað hver og einn hluthafi selur - sé vel boðið. Peningarnir tala. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Islandsbanka, brást illa við kaupum Landsbankans í Islandsbanka og sagði engan áhuga af þeirra hálfu að sam- einast Landsbankanum. Auk þess væru kaupin ögrandi væri Landsbankinn á annað borð með nánari kynni í huga. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.