Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 114
Landsfundur Samfylkingarinnar.
Eddan.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Exton:
Exton býður þeim þjónustu sem þurfa að
halda fundi, kynningar, ráðstefnur,
tónleika eða hvers konar önnur manna-
mót. Fyrirtækið hefur verið leiðandi á sínum
sviðum í mörg ár og heldur þeirri stöðu með
stöðugri endurnýjun á búnaði og þjálfun starfs-
fólks. Fastir starfsmenn iyrirtækisins eru 15 og
hafa þeir reynslu af tæknivinnu við leikhús, sjónvarp, vöru-
sýning, tónleika ásamt hönnun og uppsetningu hljóðkerfa,
ljósastýringum og myndkerfum.
„Fyrir stuttu sá Exton um tæknimál á nokkrum stórum
erlendum ráðstefnum sem voru haldnar hér á landi. Má þar á
meðal nefna t.d. Mediaforum, sem var haldin á Nordica hóteli,
en þar var um að ræða tveggja daga ráðstefnu,
450 manna, þar sem saman komu fagmenn úr
norskum auglýsingaiðnaði. Þessi ráðstefna
tókst eins og best var á kosið.
Fyrirtækið er þekktast íyrir að hafa um árabil
séð um alla tæknivinnu á tónleikum erlendra
hljómsveita í Laugardalshöllinni. „Við seljum
einnig búnað iyrir ráðstefnur, tónleika, sjónvarp og fleira,“
segir Kristján Magnússon. „Eg get nefiit nýleg verkefni sem
eru uppsetning búnaðar í fundar- og matsali hjá KPMG, hljóð-
og ljósakerfi við skautasvell í Egilshöllinni nýju, afmælishátíð
Eimskip í Háskólabíó, nýtt hljóðkerfi fyrir Þjóðmenningar-
húsið, íslensku tónlistarverðlaunin og svo mætti lengi telja.“
Þaó skiptir ekki máli
hvort verið er aó halda
ráðstefnu, fund eða
tónleika, hljóðið þarf
að vera í lagi.
Á Menningarnótt í Reykjavík.
HLJDÐKERFI AF NÝJUSTU GERÐ A
þessu ári er verið að ijárfesta enn í
búnaði hjá Exton og má meðal annars
nefna nýtt 30 milljón króna hljóðkerfi og
nokkra öfluga myndvarpa sem tekin
verða í notkun í febrúar.
„Hljóðkerfi okkar er af nýjustu gerð
og er nægilega öflugt fyrir allar þær
uppákomur sem fyrirsjáanlegar eru á
landinu," segir Kristján. „Kerfið er fram-
leitt af Meyer Sound sem er eitt fremsta
fyrirtæki í heiminum í framleiðslu á
hljóðkerfum en helsti styrkur búnaðar
frá Meyer er sá að hann er viðurkenndur
hvort sem er af hörðustu rokkhljóm-
sveitum eða sinfóníuhljómsveitum."
Til þess að afla nýrrar þekkingar og
þjálfunar er Exton meðal annars í sam-
tökum sem heita ICIA (International
Communications Industries Association)
og AES (AudioEngingeering Society) en
það eru samtök svipaðra fyrirtækja um
allan heim. 33
Gott hljóð, takk
114