Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 122
FYRIRTÆKIN Á NETINU
BóKamerkii
Guðjón Svansson, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði,
bendir m.a. á síðuna www.7d-culture.nl/index1.html,
en þar má lesa ýmsan fróðleik um viðskipti.
Mynd: Geir Ólafsson
Guðjón Svansson, verkefnissljóri hjá Útflutnings-
ráði íslands, sér um Evrópuverkefnin Protocol II
og Intercomm sem miða að því að auka sam-
keppnishæfni fyrirtækja með því að bæta útflutnings-
samskipti þeirra. Hann notar Netið til að fylgjast með
því sem er að gerast í sínum geira, koma á framfæri
upplýsingum og til samskipta við samstarfsaðila hér
heima og í Evrópu.
WWW.7d-CUlture.nl/index1 .htrnl Fons Trompeenars
er mikill gúrú á sviði menningarlæsis í alþjóðaviðskipt-
um og stjórnun. Ætti að vera skylda fyrir alla í alþjóða-
viðskiptum að kynna sér verk hans.
www.tradepartners.gov.uk Góð síða með grunnupi>
lýsingum um lönd og markaði heimsins.
WWW.3UStrade.g0V.au Fínar upplýsingar um ein-
staka markaði. Hér er hægt að finna ráðleggingar um
hvernig beri að haga sér í samskiptum á hverjum
markaði fyrir sig. Ágætis punktar en ekki allt heilagur
sannleikur.
WWW.diCtiOnary.com Fljótleg og þægileg hjálparsíða
þegar unnið er með enskan texta.
WWW.fiV.iS/~erlingur/ Datt inn á þessa fyrir tilviljun.
Mjög góð síða fyrir þá sem hafa áhuga á þjálfun, fínar
greinar og góðir tenglar.
www2.finna.is/Iylkir/knattspyrnudeild/ Nauðsynlegt
að fýlgjast reglulega með gangi mála í Árbænum.
Okkar tími mun koma... BH
www.gardur.is ★★★★
Frábær vefur, einn af þeim
allra bestu í landinu, fallegur
útlits, smekklegur í einfald-
leika sínum og í góðum takti
við efnisinnihald og tilgang.
Hann hefur mikið notagildi
þessi vefur og sérstaklega
og óvenjulega þægilegur í
notkun, t.d. hvað leitarvélina
varðar. Hann er vel tengdur við aðra vefi kirkjugarðanna í landinu.
Þessi vefur er einstaklega vel hannaður hvað grafíkina varðar, notar
kort sem eru mjög skýr og þægileg í notkun. Þessi vefur er sá fyrsti
sem fær fulla stjörnugjöf í Fijálsri verslun. Œ1
www.studiobilar.is ★★
Glamúrvefur þar sem mikið
er gert úr fallegum myndum
og auglýsingu, frekar en að
gefa upplýsingar um bílana
eða þjónustu fyrirtækisins. I
byrjun febrúar var í fljótu
bragði engar verðupplýsingar
að sjá. Til að fá upplýsingar er
boðið upp á að senda tölvu-
póst og þá er því væntanlega
svarað hratt og vel. 53
www.chamber.is ★★★
Nýlega búið að flikka upp á
vef Verslunarráðs og það er
bara býsna vel heppnað.
Vefurinn er nú orðinn léttur
og bjartur útlits en um leið
kaldur, ópersónulegur og
peningalegur. Á forsíðunni
má finna fréttir og annað það
sem notendur sækjast eftir í
daglegu lífi og leitarvélin er
þægileg í notkun. S5
Lélegur
★ ★ Sæmilegur
★★★ Góður
★★★★ Frábær
Miðað er við framsetningu og útlit,
upplýsinga- og fræðslugildi,
myndefni og þjónustu.
Guðrún Helga Sigurðardóttir. m
ghs@heimur.is / \
122