Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 56
Bifrastarævintýrið
heldur áfram
Uppbyggingin á Bifröst hefur verið ævintýri líkust. í
dag telur skólinn 355 nemendur og í háskólaþorpinu
bóa um 550 manns. Þrátt fyrir miklar breytingar er
upphaflegt markmið skólans enn hið sama og uið
stofnun hans fyrir 85 árum; að bóa nemendur undir
ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og
alþjóðlegu samkeppnisumhuerfi.
Uiðskiptaháskólinn á Bifröst er eini háskóli landsins sem
sérhæfir sig í viðskiptamenntun á breiðum grunni. „Skól-
inn er sjálfseignarstofnun með takmarkaðan fjölda nem-
enda. Það veitir okkur aukinn sveigjanleika til að takast á við
breytingar í alþjóðlegu samfélagi,“ segir Hólmfríður Sveins-
dóttir, verkefnastjóri rannsókna og upplýsingamála.
Meistaragráða í fjarnámi
Við skólann eru starfræktar tvær háskóladeildir, viðskipta- og
lögfræðideild. Lögfræðideildin var sett á laggirnar árið 2001 og
í vor munu lýrstu viðskiptalögfræðingarnir útskrifast. Önnur
nýjung í námsframboði er meistaranámið. „Það hóf göngu sína
síðastliðið sumar og fer afar vel af stað. Skipulag námsins
miðast við að hægt sé að stunda það með vinnu eða sem fullt
nám. Það samanstendur af tveimur fimm vikna sumarönnum á
Bifröst en þess á milli er kennt í tjarnámi," segir Hólmfdður.
Boðið er upp á MS-nám í viðskiptafræðum og MA-nám í
hagnýtum hagvísindum. Inntökuskilyrði í MS-námið er týrsta
„Reynsla erlendis sýnir að viðskiptalögfræðingar vinna
gjarnan hjá ráðgjafafyrirtækjum, einkum á sviði rekstrar- og
skattamála, lögfræðifyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum,"
segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, forseti lögfræðideildar.
háskólagráða (BS eða BA) á sviði viðskiptafræði, viðskiptalög-
fræði, hagfræði eða annarra tengdra fræða. Möguleiki er á sér-
hæfingu á sviði fjármála, stjórnunar og nýsköpunar- og frum-
kvöðlafræða. Inntökuskilyrði í MA-námið í hagnýtum hagvis-
indum er fyrsta háskólagráða í hvaða grein sem er. Þar er
möguleiki á sérhæfingu á sviði Evrópufræða, stjórnsýslufræða,
hagnýtrar hagfræði og mennta- og menningarstjórnun.
Fyrstu víðskiptalögfræðingarnir í vor
Merkum áfanga í íslensku skólakerfi verður náð í vor þegar
56
KYNNING