Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 26

Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 26
FORSÍÐUGREIN - KAUPIN í ÍSLANDSBANKA Gengi hlutabréfa í íslandsbanka hefur hækkað um 19% frá áramótum. Björgólfur hefur verið sérlega virkur og afkastamikill undan- farna mánuði og mjög í kastljósi viðskiptanna. Þess vegna er gaman að ritja upp orð hans um „lægri öldur og tryggari heimkomu“ þegar hann í endaðan ágúst sl. sendi tilkynningu frá sér um að þeir feðgar hefðu skipt með sér verkum og að hann ætlaði að einbeita sér að Landsbankanum en Björgólfur Thor að Pharmaco. Ennfremur var sagt frá því að Björgólfur Thor hefði keypt föður sinn út úr Pharmaco og að þeir ættu eftir þau viðskipti jafnan hlut í Samson, 42,5% hvor, á móti Magnúsi Þorsteinssyni sem ætti 15%. En helsta eign Samsonar er Landsbankinn þar sem Björgólfur er formaður bankaráðs. En förum betur ofan í orð Björgólfs í þessari frétta- tilkynningu: „Þá fylgir áhætta starfsemi lyfjafyrirtækis á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og vildi ég setja fé mitt í starfsemi þar sem gerð er lægri krafa um ávöxtun eins og í bankastarfsemi. Það er meira að skapi yngri manna að standa í áhættusömum íjárfestingum og gera háa ávöxtunar- kröfu. Eg hef siglt þann krappa sjó en kýs nú lægri öldur og tryggari heimkomu." Síðan þessi orð féllu fyrir sex mánuðum hefur Björgólfur verið í eldlínu viðskiptanna sem aldrei fyrr og notið vin- sælda á meðal fólks - þótt skynja megi glöggt eftir banka- blúsinn að undanförnu að hann sé eitthvað orðinn umdeildari en áður. ffl Lífeyrissjóður verslunarmanna: Fékk tilboð í 5% hlut Stærsti hluthafinn í íslandsbanka, Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á þar 8,1% eignarhlut, fékk í síðustu viku tilboð í 5% af hlut sínum í bankanum. Tilboðinu var ekki tekið þar sem Iifeyrissjóðurinn vildi fá mun hærra verð en gengið 7,85 sem boðið var - þar sem um svo stóran hlut væri að ræða. Ekki hefur verið upplýst hver tilboðsgjafmn var. En innan viðskiptalífsins er sterkur orðrómur um að það hafi verið KB banki, annað hvort á eigin vegum eða fyrir hönd einhverra annarra. Eins og gefur að skilja spurðu allir sig að því hvort það hafi verið Lands- bankinn, en bankinn hefur neitað því staðfastlega í fyil- miðlum. Haft var eftir Þorgeiri Eyjólfssyni, forstjóra Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, í Morgunblaðinu að sjóðurinn sé reiðubúinn til að selja allan hlut sinn í íslandsbanka fyrir rétt verð - þó ekki hafi fylgt sögunni hvaða verð það sé. Lífeyrissjóðurinn Framsýn seldi Landsbankanum 3% eignarhlut i Islandsbanka í lok janúar og Lífeyrissjóðirnir Bankastræti 7 (ríkisstarfsmanna) seldu allan sinn eignarhlut í bankanum, 4,8%, til Landsbankans. Þegar Orcahópurinn sálugi reyndi að komast yfir Islandsbanka stóðu lífeyrissjóðirnir þétt saman og var haft á orði að þeir myndu aldrei selja Orcahópnum eignarhluti sína svo hann kæmist til valda. Sama hvaða verð væri boðið. Síðar kom á daginn að Orca-hópurinn var ekki eins fjár- hagslega sterkur og flestir töldu. Það voru hlekkir í keðj- unni sem gáfu sig. 35 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.