Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 6

Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 6
RITSTJÓRNARGREIN KAUP KB BANKA I DANMOKKU: „Islenska bankaeldfjallið“ ttGAR TTLKYNNT VAR að KB banki hefði keypt danska fjárfestingarbankann FIH fyrir 84 milljarða króna yppti margur maðurinn á götunni öxlum hér á landi og sagði sem svo: „Nú, var Sigurður Einarsson að kaupa danskan banka?“ Þetta stafar af þvi að stórfréttir á borð við þessa eru orðnar daglegt brauð á Islandi. Stórfyrirtæki eru keypt eins og ekkert sé og háar fyár- hæðir í viðskiptum fara fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Almenningur skilur smáar fjárhæðir; hvað lítrinn af bensíni kostar, pakkinn af sígarettum og kílóið af lambakjötinu. Hann veit úr heimilisfræðunum að eigi hann ekki fyrir hlutnum, sem til stendur að kaupa, þá verður að fá lánað fyrir honum. Hann er sömuleiðis litlu nær þó sagt sé að kaup KB banka slagi hátt upp í eitt stykki 100 milljarða Kárahnjúkavirkjun. Enda er það svo að kaup KB banka á danska bankanum hafa vakið meiri athygli erlendis en hér heima. Þar má greina undrun á því hvað KB banki vilji eiginlega upp á dekk og þar er ennfremur spurt hvernig bankinn hafi eiginlega efni á þessu. Financial Times hefur fjallað um kaupin, The Wall Street Journal, og svo mætti áfram telja. Hinn óþekkti íslenski KB banki er kominn á kortið. DANSKA BLAÐIÐ Berlingske Tidende likir kaupum KB banka við íslenskt „bankaeldijair sem skyndilega hafi komið inn af hliðarlínunni og náð forystunni í keppninni um FIH. Þá segir danska viðskiptablaðið Börsen að KB banki muni örugglega draga úr aðhaldinu sem FIH hafi sýnt í útlánum og sækja fram með nýjar bankavörur. Með öðrum orðum; að bankinn muni keppast við að færa út kvíarnar sem frekast má verða í Danmörku og veita öðrum bönkum þar verðuga samkeppni. í keppninni um danska bankann hafði KB banki ekki aðeins betur gagnvart Landsbanka og íslandsbanka, sem báðir áformuðu um tíma að kaupa bankann, heldur skaut hann einnig sænsku bankarisunum Nordea og SEB ref fyrir rass. ÞVÍ HEFUR VERIÐ DENGT á borðið að KB banki hafi boðið betur en aðrir í bankann og greitt í það allra hæsta fyrir hann. Eftir stendur hins vegar að enginn erlendu bankanna leit á KB sem alvarlegan keppinaut, jafnvel ekki þótt hann væri fyrir kaupin 10. stærsti banki Norðurlanda og væri skráður í Kaup- höllinni í Stokkhólmi. Nýlega komst KB banki í hóp 40 fyrirtækja sem eru á lista athyglisverðra fyrirtækja í sænsku kauphöllinni. Sókn KB banka er engan veginn lokið. Flestir telja að hann láti næst til sín taka í London og yfirtaki breska bankann Singer and Friedlander, en KB banki á þegar um 20% hlut í honum. KAUP KB BANKA á FIH eru rós í hnappagat Sigurðar Einars- sonar, stjórnarformanns bankans. Sigurður er orðinn stórt nafn í bankaheiminum á Norðurlöndum. Hann tók við starfi forstjóra Kaupþings árið 1996 af Bjarna Ármannssyni sem fór til FBA Þá störfuðu 43 hjá Kaupþingi, markaðsverð fyrirtækisins var aðeins 370 milljónir króna og stærð efnahagsreikningsins var um 2,5 milljarðar. Þetta var litið fyrirtæki á íslenskan mæli- kvarða. Sigurður sagði hins vegar óbanginn er hann tók við for- stjórastarfinu að hann ætlaði að 40-falda fyrirtækið á nokkrum árum. Menn hlógu. Kunni hann annan betri? Já. F.fh'r kaupin á FIH verður KB banki með um 1.500 starfsmenn og stærð efna- hagsreikningsins verður um 1.400 milljarðar króna. Sigurður hefur því 56dfaldað stærð efnahagsreikningsins frá því hann varð forstjóri. SIGURÐUR HEFUR frá upphafi verið gagmýndur fyrir hve hratt hann leikur alla leiki og á hversu miklum ógnarhraða fyrir- tækið hafi stækkað; Að fyrirtækið væri ekki eins sterkt og það væri stórt. Það er athyglisvert að þetta mátti einmitt lesa í The Wall Street Journal eftir sænskum bankasér- fræðingi, Rodney Alfven, þar sem hann sagði: „Það er engin spurning að KB banki hefur mikinn metnað, en hann er mjög veikur fjárhagslega og enginn leit á hann sem alvöru keppinaut." SJALFUR HEFUR SIGURÐUR sagt að hraðinn sé styrkleiki fremur en veikleiki og ekki sé hægt að reka og stækka fyrirtæki án þess að taka áhættu. Það sé einfaldlega stefiia bankans að beita þessari vinnuaðferð. Eftir kaup KB banka á danska bankanum hefur þeim örugglega ekki fækkað sem hafa efasemdir og benda á að fljótt skipist veður í lofd hjá bönkum í niðursveiflu þegar lántakendur lenda í greiðsluerfiðleikum. En hluthafar í KB banka efast ekki og hafa hlutabréf í bankanum hækkað um nær 190% (2,9-földun) á einu ári. Fróðlegt verður að sjá hvernig Landsbanki og íslandsbanki bregðast við útþenslu KB banka. Innan þessara tveggja banka er mikill vilji og metnaður til útrásar og aukins vaxtar á erlendri grund þótt einhverra hluta vegna gangi hlutirnir þar hægar fyrir sig en hjá KB banka. Verður að ætla að stjórnendur Landsbank- ans og Islandsbanka séu núna undir verulegum þrýstingi við að svara fyrir sig og finna hentug erlend tjármálafyrirtæki til kaups. KAUP KB BANKA á danska bankanum FIH sýna enn og aftur að leikurinn hefur færst út fyrir landsteinana og að ástæða er til að fagna þeim sóknarleik sem þar er spilaður af Islendingum - þótt menn megi aldrei gleyma sér í vörninni; ekki frekar en í boltanum. 33 Jón G. Hauksson Þegar Sigurður tók við starfi forstjóra Kaupþings fyrir átta árum sagðist hann ætla að 40-falda fyrirtækið á nokkrum árum. Menn hlógu. Kunni hann annan betri? Já. Hann hefiir 560-faldað fyrirtækið. 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.