Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 28

Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 28
STARFSMANNAMÁL við áreitni. Fleira er þó sameiginlegt með þessum neikvæðu samskiptum, þ.e. oftar en ekki lita gerendur svo á að um sak- lausa stríðni sé að ræða. Oft lita aðrir á vinnustaðnum til hliðar, þ.e. eru meðvirkir. Þeir hafa ekki þor eða getu til að grípa inn í atburðarásina, eða jafnvel átta sig ekki á alvöru málsins. Einnig eru málin oft viðkvæm og á það ekki síst við um kynferðislega áreitni. Oft byijar þetta sem saklaust grín sem þolandi tekur jafnvel þátt í, en samskiptaformið gengur svo miklum mun lengra en þolandinn getur nokfcru sinni umborið. Áhrif eineltis 09 kynferðislegrar áreitni á vinnustaðinn Vinnu- staðir eru mjög mismunandi uppbyggðir og fyrirtækjamenning ólík. Kannski er horft fram hjá því á einum vinnustað sem er ekki liðið á þeim næsta. Það fer eftir alvöru málsins, fyrirtækja- menningu og gerð einstaklinga hvaða áhrif kynferðisleg áreitni og einelti hefur á allan vinnustaðinn. Það er þó ljóst að hvorki kynferðisleg áreitni né einelti þarf að hafa verið langvarandi né gróft þegar það fer að hafa áhrif á þolandann - bæði í einkalffi og á vinnuframlag hans. En ástandið hefur einnig fljótlega áhrif á ffinnustaðinn. Hætta er á að vinnuaf- köst minnki, andnimsloft á vinnu- stað verði Ijandsamlegt, forföll aukist og veikindadögum ljölgi. Streitan á vinnustaðnum eykst, vinnufélagar verða meðvirkir og almennt kemur þetta niður á afköst- um og gæðum vinnunnar. Vinnuréttarleg úrræði á almennum vinnumarkaði Hér skiptir sköp- um að yfirmenn séu næmir á að greina vandann og þori að taka á honum. Sér í lagi þar sem það hefur margoft sýnt sig að gerendur líta á athafnir sem saklausa stríðni - eða jafnvel telja þetta eðlilegt samskiptaform þar sem það hefur við- gengist á vinnustaðnum lengi án þess að nokkur hafi gert þar athugasemdir. Oft getur dugað að ræða við þolendur og gerendur svo og samstarfsmenn. I öðrum tilfellum gæti þurft að grípa til alvarlegri aðgerða s.s. að tala alvarlega við gerand- ann (í vægum og einstökum tilfellum), áminna hann, séu atburðir ekki mjög alvarlegir, og loks getur þurft að grípa til þess í alvarlegri tilfellum að segja gerandanum upp starfi eða jafnvel grípa til fyrirvaralauss brottreksturs ef tilfelli eru mjög alvarleg eða ítrekuð. Það getur aldrei talist ásættanleg lausn að víkja þolandanum úr starfi. Þó er ljóst að margir þolendur kjósa að yfirgefa vinnustað, bæði þar sem þeir finna til niðurlægingar og treysta sér ekki til að vinna áfram á vinnustaðnum, jafnvel þótt gerandinn sé farinn. Þarna skiptir sköpum hvernig vinnu- félagar ná að höndla málið. Jafnvel þótt þolandinn yfirgefi vinnu- staðinn af sjálfsdáðum má stjórnandinn aldrei líta svo á að málið sé úr sögunni ef gerandinn er enn á staðnum og hefur ekki áttað sig á sínum þætti málsins. Þá er „kúltúrinn" enn til staðar hjá fyrirtækinu og hætta á að það verði eingöngu tímaspursmál hvenær næsta fórnarlamb er fundið. Hér þarf einnig að gæta að orðspori vinnustaðarins/fyrirtækisins. Mikilvægt að skoða mál frá öllum sjónarhornum, heyra sjónarmið bæði geranda og þol- anda, svo og samstarfsmanna. Ekki má gleyma því að það hafa komið upp tilfelli þar sem rangar ásakanir eru bornar upp á starfsmenn. Lagaáhvæði er ná yfir kynferðislega áreitni og einelti Kyn- ferðisleg áreitni, og einelti í sérstökum tilfellum, er refsinæm háttsemi, þ.e. þolandinn getur kært gerandann fyrir lögreglu og gerandinn getur þannig átt á hættu að fá dóm, sekt eða jafnvel fangelsisdóm í verstu tilfellum. Einnig getur kynferðisleg áreitni svo og einelti leitt til skaðabótaábyrgðar skv. almennum skaðabótareglum. Kynferðisleg áreitni I jafnréttislögunum áðurgreindu er sér- staklega tekið fram að atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagsstarfs skuli gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kyn- ferðislegri áreitni á vinnustað, í stofnun, félagsstarfi eða í skólum. Brot gegn lögunum geta varðað sektum og sá sem af ásettu ráði eða vanrækslu brýtur gegn lögunum er skaðabótaskyldur sam- kvæmt almennum reglum en auk þess má dæma hlutaðeigandi til að greiða þolanda bætur fyrir flártjón og bætur fyrir miska, ef því er að skipta. í jathréttislögunum er hins vegar ekkert minnst á einelti. I almennum hegningarlögum er einnig tjallað um kynferðislega áreitni, einkum þó þegar hún snýr að börnum, en hún er hér ekki til umfjöllunar. Refsiramminn getur hér verið allt að 2ja ára fangelsi ef gerandinn misnotar freklega þá aðstöðu að þolandinn er honum háður fjárhagslega, í atvinnu sinni eða er skjólstæð- ingur hans í trúnaðarsambandi. Undir ákvæði hegningarlaga falla alvarlegri tilvik, enda er refsiramminn mun rýmri en í jafn- réttislögunum- og þar ber að líta til þess ef þolandinn er gerand- anum mjög háður og á t.d. erfitt um vik að verja sig. I þessu tilviki væri hægt að hugsa sér mjög gróf brot þar sem yfirmaður brýtur á undirmanni, eða starfsmanni sem er honum sérstak- lega háður, e.t.v. andlega vanheill starfsmaður eða starfsmaður sem á undir högg að sækja af einhveijum öðrum ástæðum, t.d. vegna mjög erfiðra félagslegra aðstæðna. Einelti I hegningarlögunum er einnig ijallað um einelti. Þar er tekið til að hver sem opinberlega leggur annan mann í einelti með vísvitandi ósönnum skýrslum, sem lagaðar eru til þess að lækka hann í áliti almennings, sæti sektum eða fangelsi allt að einu ári. IJta verður til þess að hér undir myndu einungis falla mjög sérgreind tilvik. Vægari tilfelli af einelti, eða tilfelli sem ekki verður sannarlega fellt undir þetta ákvæði, er því ekki refsi- vert samkvæmt lögum. 33 Refsiábyrgð Ljóst er að vinnuveitanda ber skylda til að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað að viðlögðum sektum skv. jafnréttislögum. Bótaábyrgð Brjóti vinnuveitandi gegn þeirri skyldu sinni sem fram kemur í jafiiréttíslögimum, að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað, í stofnunum eða í skólum, er hann skaða- bótaskyldur samkvæmt almennum reglum, 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.