Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 50
Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbanka íslands. „Það er fyrst og fremst þróun í starfi í gegnum árin sem gerir
það að verkum að ég er hér í dag." Mynd: Geir Óiafsson
Elín Sigfúsdóttir
FRAMKVÆMDASTJÓEI í LANDSBANKANUM
Mér líst vel á þetta. Það er ánægjulegt að vera á þessum
lista,“ voru fyrstu viðbrögð Elínar Sigfúsdóttur, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs hjá Landsbanka
íslands, þegar listinn yfir tíu áhrifamestu konurnar í við-
skiptalífinu var kynntur henni. „Mér finnst heiður að vera í
þessum hóp.“
Elín segir að það hafi ekki hvarflað að henni þegar hún
lauk námi og hóf störf í bankakerfinu að hún myndi ná jafn
langt og raun ber vitni. „Eg var lengi í hlutastarfi því að ég á
þrjú börn og var náttúrulega að eignast þau á þessum árum
þannig að þetta bar að smátt og smátt. Þegar þessi staða svo
bauðst mér þá var það mjög ánægjulegt. En það er fyrst og
fremst þróun í starfi í gegnum árin sem gerði það að verkum
að ég er hér í dag,“ segir hún.
Elín er bjartsýn á að kynjahlutfallið í stjórnunarstörfum
breytist á næstu árum, bendir á að konur hafi verið fjöl-
mennar í stétt millistjórnenda og telur að hreyfingin upp á við
verði ör á næstu árum. „Mín trú er sú að þetta tengist því
hvaða fög konur hafa valið sér í háskóla, hvaða braut þær hafa
tekið. Þær háskólagreinar sem ala upp stjórnendur og þá sér-
staklega hjá íjármálafyrirtækjunum voru karlagreinar en
þetta hefur gjörbreyst, konum hefur Ijölgað verulega í
þessum svokölluðu karlagreinum og ég held að sú þróun
muni skila sér, ekki kannski strax en þegar maður horfir á
kynjahlutfall nemenda í háskólanum þá hefur það breyst og
það mun skila sér út í þjóðfélagið á næstu árum.“S!]
50
i