Frjáls verslun - 01.05.2004, Qupperneq 72
2
KONUR I IflÐSKIPTALIFIIMU
Bergþóra K. Ketilsdóttir, forstöðumaður Upplýsingatækni-
sviðs hjá Kreditkortum hf.
Við rekum eigið korta-
kerfi sem er hannað af
okkur og við sinnum
viðhaldi og nýsmíði.
Allt fer fram hér. Við
erum með okkar eigin
tölvusal og tölvukerfi
Og rekum þetta sjalf. okkar eigin tölvusal og tölvu-
kerfi og rekum þetta sjálf,“
segir Bergþóra K Ketilsdóttir, forstöðumaður Upplýsinga-
tæknisviðs hjá Kreditkortum.
Bergþóra hefur starfað í fimm ár hjá Kreditkortum en áður
var hún í 17 ár hjá IBM og Nýheija, þar áður sex ár erlendis, í
Danmörku og Englandi. Um 25 starfsmenn eru á hennar sviði.
„Mér finnst fjölbreytnin skemmtilegust. Það er alltaf eitt-
hvað nýtt að gerast og við þurfum að bregðast við nýjungum á
markaðnum. Það er svo margt sem gerist hjá félaginu sem fer
í gegnum Upplýsingatæknisvið þó að hugmyndirnar fæðist
annars staðar. Við þurfum að sjá til þess að hlutirnir virki og að
hugmyndirnar geti orðið að veruleika þannig að kannski er
það skemmtilegast að bregðast við öllum þeim nýjungum sem
koma upp og eru iýrirtækinu til hagsbóta," segir hún.
Fyrir tölvubyltinguna Bergþóra varð stúdent árið 1973, dúx
af náttúrufræðibraut MH og er nýlega orðin fimmtug þegar
þetta viðtal birtist. A þeim tíma sem hún var í skóla var tölvu-
byltingin ekki hafin. Eftir að hún lauk stúdentsprófi fór hún í
Kaupmannahafnarháskóla og kynntist þar forritun í stærð-
fræðiáfanga. Þetta varð til þess að kveikja áhuga hennar á
tölvum og tölvuumhverfinu þannig að hún fór í nám í kerfis-
fræði, ein kona af 13 nemendum. Bergþóra er þvi í hópi fýrstu
Islendinganna til að læra og starfa við forritun og upplýsinga-
Kreditkort hf.:
Skynjaði framtíðina
Við erum með nokkrar deildir innan sviðs sem við köllum
Upplýsingatækni. Ein er Kortagerð sem sér um stofnun,
endurnýjun og framleiðslu kreditkorta. Síðan er deild
sem heitir Viðskiptavinnsla. Þar fer fram uppgjör til seljenda
annars vegar og hins vegar reikningagerð til korthafa. í
gegnum þá deild fara lika endurkröfur ef td. korthafi kannast
ekki við færslur á reikningi. Þá fer líka fram svokölluð svika-
vakt en hún leitast við að einangra mögulegar sviksamlegar
færslur og koma í veg fýrir frekara tjón. Síðast en ekki síst eru
Hugbúnaður og Tækniþjónusta. I þeim deildum fer fram for-
ritun, viðhald og þjónusta á öllum tölvukerfum Kreditkorta.
Við rekum eigið kortakerfi sem er hannað af okkur og við
sinnum viðhaldi og nýsmíði. Allt fer fram hér. Við erum með
tækni. Hún skynjaði það á áttunda áratugnum að upplýsinga-
tæknin væri framtíðin.
- Heldurbu að þú hafir haft einhverja sérstaka drauma um
starfisframa á þessum tíma?
„Eg hef alltaf haft drauma um að gera hlutina vel. Lífið hefur
þróast þannig að ég hef alltaf fengið verkefni sem hafa byggt
mig upp og svo er ég hérna í dag, ekki vegna þess að ég hafi
ætlað mér það heldur hefur það bara gerst smátt og smátt. Eg
hef alltaf ætlað mér að læra og vinna úti og það hefur alltaf legið
beint við að fara út á vinnumarkaðinn, lýrir mér er það eðlilegt.
Eg hef alltaf fengið skemmtileg verkefni með frábæru sam-
starfsfólki og aukin verkelhi í framhaldi af þeim,“ segir hún. S3
72