Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 74
Guðrún Jakobsdóttir, eigandi Jakobspelsa.
Myndir: Geir Ólafsson
Jakobspelsar:
Pelsar henta alls staðar
Tímalaus hönnun er aðalsmerki góðra hönnuða. Einn
þeirra er kanadíski hönnuðurinn Iinda Lundström
en verslunin Jakobspelsar á Skólavörðustíg hóf
nýlega samstarf við hana og byijar í haust að
flytja inn yfirhafnir frá Iindu. Frægasta flík
Iindu er án efa LaParka, yfirhöfn sem er sífellt
ný en um leið klassísk og hentar alls staðar vel.
„Þetta er írauninni kápa eða jakki sem er
tveggja laga,“ segir Guðrún Jakobsdóttir,
eigandi Jakobspelsa. „Það er hægt að nota
hvort lagið sem er eitt sér eða bæði saman
og skinnið á hettunni er hægt að taka af.
Ytra lagið er vatnshelt og vindhelt, enda
teflonhúðað, og innra lagið er flís sem
gerir að verkum flíkin er mjög hlý.“
Hönnun Lindu er þekkt um allan
heim og konur safna flíkum hennar
sem hægt er að nota ár eftir ár. Á
heimasíðu Lindu, www.lindalund-
strom.com er hægt að sjá liti og snið en árlega koma fimm
nýir litir fram. Á heimasíðunni er einnig að finna ýmsa
fræðslu um fatnað, snið og stærðir og einnig spjallrás.
Frábært Úrval Fyrir utan þessa viðbót er úrvalið í
Jakobspelsum frábært. Það eru ekki aðeins pelsar, heldur
margs konar flíkur, vesti, pijónaðar minkaskinnspeysur og
jakkar auk smáhluta.
„Markmið okkar hefur alltaf verið að bjóða upp á vandaða
framleiðslu og snið sem henta konum á öllum aldri um leið og
við lýlgjum tískustraumum,“ segir Guðrún. „Pelsar geta
gengið við öll tækifæri og aðeins spurning um
tegund og smekk. í heitum löndum, þar sem við
myndum að óreyndu telja að pelsar ættu ekki
heima, eru þeir hluti af daglegum klæðnaði
kvenna. Víða þykir sjálfsagt að eiga nokkra
pelsa, stuttan, síðan, sportlegan og spari
svo eitthvað sé nefnt en svo eru margar
flíkur, eins og t.d. vesti skreytt lituðum
loðkanti. Það eru í raun engin takmörk
fýrir því hvernig hægt er að nota
loðskinn og til dæmis má nefna að farið
er að plokka skinnið og raka það svo það
verði örþunnt og svo er mynstur brennt
í það með leysigeisla. Þróunin og fjöl-
breytnin er ótrúleg."
Áratuga Starf Verslunin Jak-
obspelsar hefur starfað lengi en faðir
Guðrúnar setti hana á stofn. Guðrún er þvi alin upp við pelsa
og umræður um þá, gæði þeirra og framleiðslu og gjörþekkir
þetta svið. Hún segir skinn mjög mismunandi og að það verði
að gæta þess að velja rétt skinn fýrir hveija flík fýrir sig. „Við
látum sauma fyrir okkur erlendis, í Grikklandi, en þar eru
bestu pelsasaumastofur í heimi,“ segir hún. „Pels er flík sem
konur eiga árum og áratugum saman og því skiptir megin-
máli að vinna sé lögð í hönnun og saumaskap þeirra. Við-
skiptavinir okkar vita þetta og kunna að meta þá þjónustu
sem við veitum." [H