Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 78

Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 78
Baðvomr AccucHt Mynd: Geir Ólafsson Kristjana Samúeisdóttir, lyfsali í Spöng, og Unnur Björgvinsdóttir, lyfsali í Lágmúla. Lyfja: Stýra ólíkum apótekum Lyfsala hefur löngum verið karlafag en það er að breytast Lyfja rekur níu lyljabúðir á höfuðborgarsvæðinu og fiórum þeirra stýra kvenkyns lyfsalar. Unnur Björgvinsdóttir stýrir Lyiju í Lágmúla, sem er eitt stærsta apótekið á Norðurlöndum, og Kristjana Samúels- dóttir stýrir hverfisapótekinu Lyfju í Spöng í Grafarvogi. Starfsemi apótekanna tveggja er ólík enda annars vegar um að ræða apótek sem staðsett er afskaplega miðsvæðis og hins- vegar hverfisapótek. Lyija í Lágmúla hefur 30 starfsmenn sem vinna á vöktum enda er apótekið opið allan ársins hring, jafnt á helgidögum sem öðrum dögum eins og reglur leyfa. Unnur er nýtekin við starfinu þar en áður var hún lyfsali í Lyfju á Laugavegi. Hún segist ekki vera jafn bundin á staðnum, með fólk í vinnu og fjölbreyttari starfsemi og áður. Apótekið í Spönginni er hinsvegar allt minna í sniðum, starfsmennirnir aðeins sjö talsins og þjónustan afar persónuleg enda um hverfisapótek að ræða. Ekhi jafn bundin „Vinna í apóteki er skemmtilega ijölbreytt, sérstaklega þegar maður er lyfsali,“ segja Unnur og Kristjana þar sem við höfum plantað okkur niður við fundarborðið í Lyfju í Lágmúla. Starf lyfsala felst í daglegri starfsmanna- umsýslu, skipulagningu og stjórnun. Lyfsalarnir bera faglega ábyrgð gagnvart yfirvöldum ef eitthvað gengur ekki upp auk þess sem þeir eru milliliður milli yfirstjórnar íyrirtækisins og apóteksins. Unnur og Kristjana ráða starfsmenn í samráði við starfsmannastjórann og sinna ýmsum daglegum verkefnum sem koma upp. Lyfja í Grafarvogi er svæðisbundið apótek og þar er veitt nokkurn veginn sama þjónusta og í Lágmúlanum en starfsemin er óneitanlega persónulegri. „Þetta er meira hverfisapótek, til okkar kemur fólk sem við nánast þekkjum. Annars gleymist það oft að Grafarvogurinn er 18 þúsund manna byggðarlag þannig að þetta er hverfi á stærð við eða stærra en nágranna- byggðarlögin, t.d. Hafnartjörður og Mosfellsbær." Sveigjanleiki og réttlæti Unnur og Kristjana eru sammála um að stjórnun sé skemmtileg og ögrandi, reyni á hæfni í mannlegum samskiptum. Þær leggja áherslu á sveigjanleika og reyna að vera réttlátar sem stjórnendur og gera ekki upp á milli fólks. Deila jafnt út verkefnum, vinna skipulega og gæta þess að tala út um hlutina þannig að það komi ekki út leiðindi á vinnustaðnum. Þær eru sammála um að góður stjórnandi þori að taka ákvarðanir þó að það sé stundum ekki auðvelt. Ákvarðanir verði bara að taka. „Mér finnst skipta miklu máli að vandamálin séu leyst og strax tekið á hlutunum svo að það komi ekki upp rígur og leiðindi. Eg þoli ekki undirferli, vil bara að fólk segi skoðun sína hvernig svo sem það er orðað,“ segir Unnur og Kristjana bætir við að hún reyni að hafa allt vel skipulagt, verkefni hvers og eins séu skjalfest þannig að þegar einhver fari í frí þá hlaupi aðrir í skarðið og viti nákvæmlega hvað þeim beri að gera. „Svo reyni ég að vera persónulegur stjórnandi, vera til staðar tyrir starfsfólkið og týlgjast með því sem gerist, bæði á vinnustaðnum og í lífi fólksins." Unnur og Kristjana eiga sér margvísleg áhugamál. Báðar eru þær tjölskyldumanneskjur, Unnur á þijú börn á aldrinum 11-18 ára og Kristjana á líka þrjú 3-10 ára. Unnur leggur stund á líkamsrækt, göngutúr og sund auk þess sem hún hefur gaman af skiðum. Kristjana er líka í líkamsræktinni auk þess sem hún fer með fjölskyldunni í sund, út að hjóla og í sumar- bústaðinn í Skorradal. Báðar eru þær á kafi í fótboltanum með börnunum á sumrin.311 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.