Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 87
Anna María Pétursdóttir, starfsmannastjóri Seðlabanka
íslands, hefur brennandi áhuga á hestamennsku og ferðast
mikið um landið með fjölskyldu sinni.
Mynd úr einkasafni
Fjölskyldan stundar hestamennsku og hefur þetta áhuga-
mál vaxið að umfangi því að þegar við byrjuðum vorum
við með þrjá hesta á húsi, en í dag erum við með níu
hesta á húsi. Það gefur því auga leið að það fer mikill tími í
þetta sport enda er hestamennskan lífsstíll. Við erum svo
heppin að dætur okkar hafa brennandi áhuga á hesta-
mennsku og því er þetta hluti af samverustund fjölskyld-
unnar en það er mjög þroskandi fyrir börn og unglinga að
alast upp með hestum,“ segir Anna María Pétursdóttir,
starfsmannastjóri Seðlabanka Islands.
„Fjölskyldan ferðast mikið um hálendi landsins á sumrin
og það skemmtilega við að ferðast með fólki í óbyggðum er
að maður kynnist ýmsum skemmtilegum hliðum mannlífs-
ins. Ferðalögin í sumar byrja með því að við förum með
hestana að Hurðarbaki í Reykholtsdal þar sem ég var í sveit
og þar verða þeir á beit í mánuð þangað til að við leggjum af
stað í þriggja vikna hestaferð þvert yfir landið. Ferðalagið
hefst austur á Fonti og stefnan síðan tekin sem leið liggur
þvert yfir landið og endar á Reykjanesi. I skipulagðar hesta-
ferðir hefur sami hópurinn farið í sex ár og höfum við aðal-
lega haldið okkur við miðhálendið og suðurhluta landsins
enn sem komið er. Þetta er tilhlökkunarefni sérhvers
sumars. Við förum líka í skipulagðar gönguferðir og er ferð-
inni í sumar heitið m.a. í Núpsstaðaskóg, Bæjarstaðaskóg
og Skaftafell." S3
Monteverde Cloud Forest í Costa Rica í febrúar sl.
Fjölskyldan gefur
lífsfyllingu
Fátt veitir mér jafn mikla lífsfyllingu og að vera með dætrum
mínum og eiginmanni. Hin tæra gleði sem vaknar við að
sjá stelpurnar veltast um af hlátri yfir bröndurum sögðum
í sjöunda skipti færir mann einhvern veginn nær tilganginum.
Kennslustund með dúkkunum í „Þrastarlundarskóla" eða
fagnaðarlætin í lautarferðum getur jafnast á við allan heimsins
hagnað samanlagt. Sömuleiðis eru augnablik okkar hjóna í
eldhúsinu í vikulok með gott rauðvín og ferskt basil þegar farið
er yfir viðburði viðskiptalífsins ávallt tilhlökkunarefni," segir
Guðrún Högnadóttir stjórnunarráðgjafi.
„Kyrrð sjávar og seiðandi ryþmi áranna er heillandi.
Kajakróður minnir mann á gildi þess að færast áfram á eigin
krafti og að sýna náttúruöflunum virðingu. Við hjónin höfum
t.d. siglt um Jökulfirði og Straumtjörð á slóðum Pourquoi pas
með allt sem við þurfum til að lifa dögum saman í 1/2
rúmmetra hólfi. Fátt er minnisstæðara en að skiptast á skila-
boðum við seli í sjávarmálinu og keppa við refi í fjörunni,"
segir hún.
„Ferðalög út fyrir landsteinana notum við jafnan til að feta
ótroðnar slóðir. Minningar úr ferðum okkar á hengibrúm um
regnskóga Costa Rica, um loftbelg um vínhéruð Napa, eða
svífandi yfir kóralriijum Pennemkamp neðansjávarþjóðgarðs-
ins við strendur Florida veita manni ómælda orku í skamm-
deginu.
Einnig finnst mér mikilvægt að veita sköpunarþörfinni
útrás og skapa um leið hugarró. Eg vinn t.d. með mosaik og
olíumálun og gríp svo af og til í sellóið eða stunda sjálfsnám í
píanóleik - fjölskyldunni til mikillar skelfingar.“[í]
tommmmmiim
Mér líður
best í frelsi
náttúrunnar
87