Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 104

Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 104
Saga Boutique: Fjölbreytt og skemmtilegt starf Vöruúrvalið hjá Saga Boutíque hefur aldrei verið meira en nú, bæði í flugvélum og versluninni í Leifsstöð. Hlutverk Saga Boutique hefur breyst nokkuð frá upphafi þegar þetta var hluti af þjónustudeild Icelandair,“ segir Ragnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður. „Síðustu fimm árin hefur Saga Boutique verið sjálfstæð afkomueining innan Icelandair. Innan afkomueiningarinnar er rekin tvenns konar starfsemi, annars vegar verslunin í Leifsstöð og hins vegar sal- an um borð í Qugvélunum." Ragnhildur hóf feril sinn hjá Loftleiðum sem flugfreyja í sumarstarfi. „Eg starfaði í nokkur ár með hléum sem flugfreyja og þekki því ágætlega aðstæður um borð og það kemur sér auðvitað vel í núverandi starO.“ Ragnhildur hélt áfram námi efdr stúdentspróf og lauk BA- prófi í frönsku og sagnfræði. „Svo fór ég nokkrum árum seinna til Sviss þar sem ég lærði ferðamálafræði." Kona í karlaheimi Þegar ég tók við þessu starfi hafði karlmaður sinnt þvi á undan mér en ég hef verið hér samfleytt Ragnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Saga Boutique: „Þessi „duty free"-heimur er að miklu leyti karlaheimur þó það sé smátt og smátt að breytast." í 10 ár nú,“ segir Ragnhildur. „Þessi „duty free“-heimur er að miklu leyti karlaheimur þó það sé smátt og smátt að breytast en í raun eru vörurnar mjög mikið ætlaðar konum.“ Ragnhildur segir starfsemi Saga Boutique flókna þar sem bæði séu margir útsölustaðir og ferlið allt annað en við hefð- bundinn innflutning þar sem varan er keypt tollfrjáls og mikið samstarf er við tollinn og flugvallaryfirvöld. „Við þurfum einnig að gæta þess vel að vera með sérstakar vörur sem ekki fást hvar sem er, hæfilegt úrval og um leið að það fari ekki mikið fyrir vörunum og að það taki ekki langan tíma að selja þær. Einnig þarf að passa upp á að vera í takt við þann þjónustustaðal sem Icelandair setur sér því þó Saga Boutique sé rekin sem sjálfstæð eining er hún um leið andlit Icelandair út á við. Við erum nokkuð frábrugðin öðrum erlendum flugfélögum þar sem við seljum til dæmis ekki tóbak. Afengi seljum við í litlum mæli, einnig höfum við boðið upp á mjög vandaða skartgripi alla tíð. Vöruúrvalið hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð erlendra farþega sem og íslend- inga sem hafa verið góðir viðskiptavinir í gegnum tíðina. Við höfum einnig ríka þjóðerniskennd og seljum íslenskar vörur þegar hægt er og það má geta þess til gamans að við höfúm selt mörg þúsund egg eftir listakonuna Koggu.“ Flughafnarverslunilt í Leifsstöð rekur Saga Boutique allt öðruvisi verslun en þá sem fram fer í háloftum. Þar er vandaður hátískufatnaður og fylgihlutir og segir Ragnhildur að margir notfæri sér það á leið út þegar lítill tími gefst til að pakka heima fyrir. „Við eigum marga fasta viðskiptavini sem koma við og kaupa það sem þá vantar fyrir ferðina. Margir athuga fyrirfram hvað hefúr komið nýtt í búðina og eru búnir að ákveða áður en þeir leggja af stað hvað skal kaupa. Þarna gildir að vera með góðar vörur og á góðu verði og virðist aukningin í versluninni benda til að okkur hafi tekist það.“ I starfi sem þessu hlýtur að vera nokkurt álag en Ragnhildur segist hafa gaman af þvi. „Maður á samskipti við mikið af fólki og eignast kunningja og vini um allan heim. Eg vinn auðvitað talsvert en með mér er gott fólk og þetta gengur vel. Frítímanum ver ég oft í ferðalög og fer þá gjarnan með vinahópi sem hefur farið víða, m.a. til Víetnam og Malasíu en skíði eru ofarlega á tómstunda- listanum og svo auðvitað eitt barnabarn," segir Ragnhildur um leið og hún kveður og snýr sér að næsta verkefni. SH 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.