Frjáls verslun - 01.05.2004, Síða 110
KONUR I UIÐSKIPTALIFINU
Halldóra Káradóttir, deildarstjóri vöruhúsadeildar Samskipa.
Samskip:
Allt á einum stað
VÖruhúsastarfsemi Samskipa hefur verið mjög dreifð
og verið rekin í fimm húsum síðustu ár. I haust mun
fyrirtækið flytja nánast alla starfsemina í nýtt og stórt
vöruhús sem verið er að byggja við Kjalarvog.
„Við erum að flytja í rúmlega 25.000 fermetra hús.
Þrengslin hafa háð okkur mikið en það mun ekki aðeins
rýmkast um okkur heldur sjáum við fram á einföldun og hag-
ræðingu í allri starfsemi félagsins við þessar breytingar,"
segir Halldóra Káradóttir, deildarstjóri vöruhúsadeildar. „Öll
vörumóttaka, innflutningur, losun á gámum, vöruhýsing,
tollvörugeymsla, frystivörulager, flugafgreiðsla og Landflutn-
ingar, allt fer þetta í nýja húsið. Sem dæmi um fyrirsjáanlega
hagræðingu er að allur akstur milli húsa fellur niður en hann
hefur verið töluverður eins og gefur að skilja. Auk vöruhús-
anna flytja Samskip og Jónar Transport aðalskrifstofur sínar í
sama húsnæði," bætir Halldóra við.
Nýtt tölvukerfi Hingað til hafa nokkur mismunandi tölvukerfi
haldið utanum vöruhúsastarfsemi Samskipa en samhliða flutn-
ingunum er unnið að því að innleiða eitt tölvukerfi í alla starf-
semi hússins. „Til þess að samhæfa og halda utan um hina
flóknu starfsemi sem kemur saman undir eitt þak var ljóst að
við þyrftum að vera með eitt tölvukerfi," segir Halldóra. „Við
höfum fest kaup á kerfi sem heitir Manhattan WMOS, eða
Warehouse Management for Open Systems, sem er staðlað
tölvukerfi og sérstaklega hannað til þess að halda utan um
flókna vöruhúsastarfsemi. Við höfum þegar innleitt kerfið í
tollvörugeymslunni og stefnum að því að taka það upp það í
innflutningi og vöruhýsingu í sumar.
Markmiðið er að hafa komið kerfinu að
mestu í gagnið áður en við flytjum í
nýja húsið.“
Kynið skiptir ekki máli Haiidóra
útskrifaðist frá viðskiptadeild HI árið
1995 og hóf þá strax vinnu hjá Sam-
skipum. „Eg var fyrstu fjögur árin
aðstoðarmaður forstjóra og var í
ýmsum sérverkefnum. Eg vann mikið
með framkvæmdastjórninni og fékk
góða innsýn í það hvernig fyrirtækinu
er stjórnað," segir hún. „Eg tók við
starfi deildarstjóra vöruhúsa fyrir
tæpum 5 árum.“ Eins og gefur að skilja
eru ekki margar konur í deild Halldóru
en hún segir það ekki þreyta neinu. „Eg
legg áherslu á að vinna náið með min-
um undirmönnum og hafa þá með í
ákvarðanatöku," segir hún. „Þannig er
hægt að tryggja að td. breytingar nái
fram að ganga, því það er oftast í þeirra
verkahring að framkvæma, innleiða og
sjá til þess að hlutirnir virki niðri á
gólfinu. Eg veit ekki hvort stjórnunar-
stfll rninn er eitthvað öðruvísi fyrir það
að ég er kona. Það sem reynist mér
best er að skoða málin vel og flana ekki
að neinu. Starfið hefur verið mér mikill
lærdómur en ég held að kynið hafi ekki
skipt máli. Fyrst í stað held ég þó að
menn hafi tekið mér með meiri varúð vegna þess.“
Flókin starfsemi Starfsemin í hinu nýja vöruhúsi verður
umfangsmikil og fjölþætt. Bæði er verið að meðhöndla toll-
afgeidda og ótollafgreidda vöru. Þá er annars vegar verið að
meðhöndla vörur í birgðum og hins vegar sendingar.
„Það er gjörólíkt að sinna birgðahaldi eða vörusendingum.
Við birgðahald þarf að halda utanum ítarlegar vörulýsingar og
upplýsingar um magn og innihald og vara er afgreidd eftir
pöntun allt niður í eitt stykki. Við meðhöndlun á sendingum
þarf að halda utanum ijölda kassa eða bretta pr. sendingu, en
minni þörf á ítarlegum innihaldslýsingum, þótt alltaf skipti máli
um hvaða vörutegund sé að ræða,“ segir Halldóra. „Við höfum
verið í mikilli skipulagsvinnu í allan vetur til að undirbúa flutn-
inginn í nýja húsið og erum að yfirfara alla vinnuferla. Rekjan-
leiki vöru og sendinga er gríðarlega mikilvægur til að tryggja
hratt og öruggt flæði í gegnum húsið. Þetta þarf að skipuleggja
fyrirfram og það eitt að skipuleggja flæði þílanna sem koma
daglega að húsinu er flókið verkefni. Markmið Samskipa og
Jóna Transport er fyrst og fremst að bæta þjónustuna og með
þessu nýja húsnæði opnast mörg tækifæri sem við munum
nýta okkur til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar.“ 33
Við Kjalarvog
eru Samskip að
byggja stærsta
vöruhús landsins.
no