Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 116

Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 116
KONUR I lflÐSKIPTALIFIIMU STRA MRI: Aldrei stærst - bara best V ð erum þessi hlutlausi aðili sem er tengiliður á milli MRI veitir faglega fýrirtækja og umsækjenda," segir Guðný Harðar- rá5gjöf um allt er varðar dóttir.framkvæmdasljóriSTRÁMRI.„Þaðerokkarað . » ,x . , . , ,. , . ,ríS, , starfsmanna-og raðnmgar- gæta hagsmuna og samema oskir beggia aðila. Við þurtum ° að kynna okkur hæfileika umsækjenda / starfsmanna og ma m lSlenskra Og hvaða kröfur eru gerðar af hálfu fyrirtækjanna og gæta erlendra^rirUekja. þess að það eigi samleið svo að hver ráðning verði farsæl.“ Guðný hefur rekið STRA MRI í 10 ár en hefur mun lengri starfsreynslu því hún hafði áður unnið í 10 ár í sömu starfs- grein. Hún hefur til að bera mikla mannþekkingu og þekkingu á því hvaða eiginleikum starfsmenn þurfa að vera gæddir til þess að henta í ákveðin störf. „Við erum í samstarfi við MRI Worldwide, sem er ein virtasta ráðningarstofa heims og jafnframt sú stærsta," segir Guðný. „MRI sinnir einkum ráðningum stjórnenda og sér- hæfðs starfsfólk, en starfsemin hefur engin landamæri. Það að MRI skuli hafa valið okkur til samstarfs hér á landi er staðfest- ing á faglegum vinnubrögðum okkar því MRI gerir miklar kröfur til samstarfsaðila sinna. Til gamans má geta þess að á síðasta ári vorum við í þriðja sæti á Norðurlöndunum hvað veltu snerti. Það er mjög gott og ekki síður vegna þess að okkar þjón- usta er margfalt ódýrari en sambærilegra fyrirtækja erlendis." Samstarfið við MRI hefur í för með sér að STRÁ hefur aðgang að erlendum samstarfsaðilum um ailan heim og getur notað sér þá þekkingu sem þar er til staðar. „Samstarfið auð- veldar okkur að finna sérhæfða starfsmenn erlendis og að útvega Islendingum störf í öðrum löndum. Það er víða skortur á hjúkrunarfræðingum, læknum og lyijafræðingum og við höfum unnið að milligöngu um ráðningar í shk störf undanfarið. Við höfum einnig útvegað stjórnendur og m.a. auglýst nokkrum sinnum, í Wall Street Journal, bæði evrópsku- og asísku útgáfunni, sem hefði getað orðið okkur erfiðara án sam- starfsins við MRI.“ Guðný er ekki aðeins fram- kvæmdastjóri og eigandi STRA MRI heldur hefur hún fjölmörg áhugamál, s.s. hestamennsku og listmálun, og á skrifstofu hennar gefur að líta mörg falleg verk. Hún er hlý og lifandi í framkomu en það er fátt sem fer fram hjá henni og minni henn- ar varðandi það sem viðkemur starfinu er ótrúlegt „Líklega get ég flett upp í huganum nánast flestum þeim sem ég hef haft einhver afskipti af í gegnum starfið. Oft þarf ég ekki nema eitt orð, nafn eða annað sem minnir mig á og um leið man ég flest af því sem varðar viðkomandi, sem er auðvitað mun fljót- legra en að leita í tölvunni minni," segir hún og hlær um leið. „Þetta kemur sér auðvitað oft afskaplega vel og ekki síst þegar verið er að leita að einhveijum sérstökum eiginleikum starfs- manns eða ákveðnum persónuleika." Kynjaskipt hlutverk STRÁ MRI hefur ráðið í æði margar stjórnunarstöður hjá mörgum af leiðandi íyrirtækjum landsins og því er forvitnilegt að vita hvort vinnuveitendur leita frekar eftir körlum í toppstöður. „Nei, alls ekki,“ svarar Guðný. „Konur hafa alveg jaihmikla möguleika og á stundum hafa verkbeiðendur jafnvel fremur óskað eftir konum, s.s. til að jafna kynjahlutfall millistjórnenda hjá stærri iýrirtækjum. En það vill svo til að oft á tíðum virðast konur frekar færast undan þeirri ábyrgð að stjórna en karlar. I einhveijum tilvikum hefur yfirvinna sú sem gjarnan íýlgir því að axla ábyrgðarstarf, fælt þær frá og á það kannski fremur við þær konur sem eru ekki einar iýrirvinnur heimilis, þá sérstaklega ef ung börn eru í myndinni. Karlar sækja meira á ef um ábyrgðar- stöður er að ræða og eru í meirihluta umsækjenda um aug- lýstar stjórnunarstöður hérlendis. Eg myndi gjarnan vilja sjá fleiri konur takast á við sijórnunarstörf, en það gerist ekki nema þær sæki í sig veðrið og verði óragari við að stökkva fremur en að hrökkva.“ STRÁ MRI Hjá STRÁ MRI er kynjahlutfallið ekki alveg jafnt Fjórar konur og tveir karlar koma að fyrirtækinu. „Kynjahlutfallið hér á skrifstofunni hefur einfaldlega æxlast svo og hér er mætur maður í hveijum stól, en kynjahlutfall eig- enda er hinsvegar jafiit, annar er kona og hinn karl,“ segir hún og brosir. „Starfsandinn hjá fyrirtækinu er mjög góður, ég er af- skaplega heppin með mína starfsmenn. Við leggjum metnað okkar í fagleg vinnubrögð og góða þjónustu, takmark okkar umfram allt er ánægðir viðskiptavinir. Við ætluðum okkur aldrei að verða stærst heldur einfaldlega best“ 33 Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri STRÁ MRI.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.