Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 116
KONUR I lflÐSKIPTALIFIIMU
STRA MRI:
Aldrei stærst - bara best
V
ð erum þessi hlutlausi aðili sem er tengiliður á milli MRI veitir faglega
fýrirtækja og umsækjenda," segir Guðný Harðar- rá5gjöf um allt er varðar
dóttir.framkvæmdasljóriSTRÁMRI.„Þaðerokkarað . » ,x .
, . , ,. , . ,ríS, , starfsmanna-og raðnmgar-
gæta hagsmuna og samema oskir beggia aðila. Við þurtum °
að kynna okkur hæfileika umsækjenda / starfsmanna og ma m lSlenskra Og
hvaða kröfur eru gerðar af hálfu fyrirtækjanna og gæta erlendra^rirUekja.
þess að það eigi samleið svo að hver ráðning verði farsæl.“
Guðný hefur rekið STRA MRI í 10 ár en hefur mun lengri
starfsreynslu því hún hafði áður unnið í 10 ár í sömu starfs-
grein. Hún hefur til að bera mikla mannþekkingu og þekkingu
á því hvaða eiginleikum starfsmenn þurfa að vera gæddir til
þess að henta í ákveðin störf.
„Við erum í samstarfi við MRI Worldwide, sem er ein
virtasta ráðningarstofa heims og jafnframt sú stærsta," segir
Guðný. „MRI sinnir einkum ráðningum stjórnenda og sér-
hæfðs starfsfólk, en starfsemin hefur engin landamæri. Það að
MRI skuli hafa valið okkur til samstarfs hér á landi er staðfest-
ing á faglegum vinnubrögðum okkar því MRI gerir miklar
kröfur til samstarfsaðila sinna. Til gamans má geta þess að á
síðasta ári vorum við í þriðja sæti á Norðurlöndunum hvað veltu
snerti. Það er mjög gott og ekki síður vegna þess að okkar þjón-
usta er margfalt ódýrari en sambærilegra fyrirtækja erlendis."
Samstarfið við MRI hefur í för með sér að STRÁ hefur
aðgang að erlendum samstarfsaðilum um ailan heim og getur
notað sér þá þekkingu sem þar er til staðar. „Samstarfið auð-
veldar okkur að finna sérhæfða starfsmenn erlendis og að
útvega Islendingum störf í öðrum löndum. Það er víða skortur
á hjúkrunarfræðingum, læknum og lyijafræðingum og við
höfum unnið að milligöngu um ráðningar í shk störf undanfarið.
Við höfum einnig útvegað stjórnendur og m.a. auglýst
nokkrum sinnum, í Wall Street Journal, bæði evrópsku- og
asísku útgáfunni, sem hefði getað orðið okkur erfiðara án sam-
starfsins við MRI.“
Guðný er ekki aðeins fram-
kvæmdastjóri og eigandi STRA
MRI heldur hefur hún fjölmörg
áhugamál, s.s. hestamennsku
og listmálun, og á skrifstofu
hennar gefur að líta mörg falleg
verk. Hún er hlý og lifandi í
framkomu en það er fátt sem fer fram hjá henni og minni henn-
ar varðandi það sem viðkemur starfinu er ótrúlegt
„Líklega get ég flett upp í huganum nánast flestum þeim sem
ég hef haft einhver afskipti af í gegnum starfið. Oft þarf ég ekki
nema eitt orð, nafn eða annað sem minnir mig á og um leið man
ég flest af því sem varðar viðkomandi, sem er auðvitað mun fljót-
legra en að leita í tölvunni minni," segir hún og hlær um leið.
„Þetta kemur sér auðvitað oft afskaplega vel og ekki síst þegar
verið er að leita að einhveijum sérstökum eiginleikum starfs-
manns eða ákveðnum persónuleika."
Kynjaskipt hlutverk STRÁ MRI hefur ráðið í æði margar
stjórnunarstöður hjá mörgum af leiðandi íyrirtækjum landsins
og því er forvitnilegt að vita hvort vinnuveitendur leita frekar
eftir körlum í toppstöður.
„Nei, alls ekki,“ svarar Guðný. „Konur hafa alveg jaihmikla
möguleika og á stundum hafa verkbeiðendur jafnvel fremur
óskað eftir konum, s.s. til að jafna kynjahlutfall millistjórnenda
hjá stærri iýrirtækjum. En það vill svo til að oft á tíðum virðast
konur frekar færast undan þeirri ábyrgð að stjórna en karlar. I
einhveijum tilvikum hefur yfirvinna sú sem gjarnan íýlgir því að
axla ábyrgðarstarf, fælt þær frá og á það kannski fremur við þær
konur sem eru ekki einar iýrirvinnur heimilis, þá sérstaklega ef
ung börn eru í myndinni. Karlar sækja meira á ef um ábyrgðar-
stöður er að ræða og eru í meirihluta umsækjenda um aug-
lýstar stjórnunarstöður hérlendis. Eg myndi gjarnan vilja sjá
fleiri konur takast á við sijórnunarstörf, en það gerist ekki nema
þær sæki í sig veðrið og verði óragari við að stökkva fremur en
að hrökkva.“
STRÁ MRI Hjá STRÁ MRI er kynjahlutfallið ekki alveg jafnt
Fjórar konur og tveir karlar koma að fyrirtækinu.
„Kynjahlutfallið hér á skrifstofunni hefur einfaldlega æxlast
svo og hér er mætur maður í hveijum stól, en kynjahlutfall eig-
enda er hinsvegar jafiit, annar er kona og hinn karl,“ segir hún
og brosir. „Starfsandinn hjá fyrirtækinu er mjög góður, ég er af-
skaplega heppin með mína starfsmenn. Við leggjum metnað
okkar í fagleg vinnubrögð og góða þjónustu, takmark okkar
umfram allt er ánægðir viðskiptavinir. Við ætluðum okkur
aldrei að verða stærst heldur einfaldlega best“ 33
Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri STRÁ MRI.