Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 118

Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 118
$ KONUR I UIÐSKIPTALIFIIMU Togstreita kvenna Er raunhæft að vera fiillkomin móðir og húsmóðir, frábær starfskraftur, á fullu í tómstundastarfi og sinna vinum sínum af kostgæfiii? Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafarvogssókn. að er ekkert einfalt að vera kona í nútímaþjóðfélagi. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafarvogssókn, hefur mikla reynslu af stuðningi og námskeiðum fyrir konur. Hún segir konur sækja sjáifsvirðingu sína í mörg hlutverk, móðurhlutverkið, vinnuna, húsmóðurhlutverkið, dótturhlut- verkið og eiginlega flest annað en sjálfið. „Það er oft mikil togstreita í okkur konum,“ segir sr. Anna. „I huganum höfum við ef til vill viðurkennt breytta stöðu okkar með því að taka þátt í lífinu en í hjarta okkar erum við ekki búnar að segja skilið við gamla hlutverkið. Kröfurnar eru lika miklar og allt á að vera fullkomið og þá verður manneskjan sjálf oft það síðasta sem hugsað er um. Eg sé það allt of oft gerast og er reyndar sjálf engin undantekning, að kona vinnur afrek, frábæra hluti, en kemst kannski ekki yfir að vinna öll heimilis- störfin líka. Þá er það hið eina sem hún sér og henni finnst hún aldrei koma neinu í verk.“ Tilfinningar Það er oft talað um að konur eigi miklu betra með að tala um tilfinningar sínar en karlar. Sr. Anna er ekki alveg sammála því. „Konur eiga gott með að tala um tilfinningar en ég held að málið sé að þær eigi auðveldara með að tala um tilfinningar annarra en sínar eigin. Þær leysa vandamál annarra í stórum stfl en þegar maður spyr spurningar eins og: „Hvernig líður þér? Hvernig sinnir þú þínum eigin þörfum?" er svarið oftast: „Hvaða þörfum? Ha? Eg þarf ekkert..." Vandinn er bara sá að þegar þúið er að loka lengi á þarfir sjálfsins vill það bijótast út í veikindum og stundum er eina útrásin þá sú að tala um veikindin. Maður sér þetta þar sem um er að ræða sterka meðvirkni. Ef hins vegar konan tekur sig til og horfist í augu við sjálfa sig og tekur á sínum eigin tilfinningum, geta gerst kraftaverk." Krafan um fullkomnun Sr. Anna segir það alltaf valda sér undrun hvað öll kvennabarátta hefur skilað litlu. Ennþá eru konur að reyna að vera túllkomnar í útliti og um leið full- komnar húsmæður. Reyndar eru konur ótrúlega duglegar og rúlla upp krefjandi námi með smábörn, sinna vinnunni og taka fulla ábyrgð á börnum og heimili með. Það virðist vera svo rótgróin hugsun að heimili og börn séu fyrst og fremst á ábyrgð konunnar og það tekur örugglega meira en kynslóð að breyta því. Kannski er þetta hugsunin um að ef konan er ekki lengur ómissandi við heimili og barnauppeldi, þá sé hún einskis virði? Að manngildið sé ekki í konunni sjálfri heldur hlutverkinu sem hún gegnir? Svo brotna konur niður af álaginu og verða veikar. Fá vöðva- bólgu, höfuðverk og alls konar aðra kvilla.“ Lykillínn að lífshamingjunni Kannski er lykilinn að því að líða vel ekki flóknari en svo að hann rúmist í einni setningu. Sr. Anna segir lykilinn vera eimmitt það, eina setningu sem þekkt er undir nafninu æðruleysisbænin: „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli." í þessu liggur sá vísdómur að maður getur ekki breytt öðrum, aðeins sjálfum sér og það sem maður getur með engu móti haft áhrif á, er best að láta í friði því það veldur aðeins spennu að reyna að breyta því sem ekki er hægt að breyta. I viðbót við það á maður að horfa á það sem maður getur gert og vera ánægður með það en ekki sífellt vera að horfa á það sem maður getur ekki gert og vera ósáttur vegna þess. 33 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.