Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 132
FYRIRTÆKIN A NETINU
Viggó Ásgeirsson, forstöðumaður Vefdeildar Lands-
bankans, mælir meðal annars með vefversluninni
Getdigital.com. „Þar er hægt að gera fín kaup á há-
gæðavöru," segir hann. Mynd: Geir Ólafsson
Viggó Ásgeirsson, forstöðumaður Vefdeildar
Landsbanka íslands, kynnir hér nokkra vefi sem
eru áhugaverðir að hans mati.
www.useit.com Grundvallarvefur fyrir alla þá sem
hafa áhuga á notendaviðmóti. Mikið af fróðlegum rann-
sóknum og greinum um viðmótsprófanir og aðferðir til
að bæta aðgengi vefja.
www.mcdonalds.is ★
Nýleg en alveg hörmuleg
heimasíða sem fær lága ein-
kunn útlitsins vegna. Síðan er
þunglamaleg, óvenjulega lengi
að hlaðast inn af íslenskri síðu
að vera, birtist í bútum, og er
svo óaðlaðandi og amerísk í út-
fiti að annað eins hefur ekki
sést. Upplýsingar virðast vera
fyrir hendi, ekkert sérstaklega aðlaðandi eða vel fram settar, en eru
þarna samt fyrir þá sem hafa þolinmæði til að bíða. Undirrituð gerði
ítrekaðar tilraunir til að skoða matseðifinn en án árangurs.
www.rossopomodoro.is ic*ic
Léttur, notendavænn og til-
tölulega laglegur er hann
vefurinn hjá ítalska veitinga-
staðnum Rossopomodoro á
Laugavegi. Matseðifinn er auð-
velt að skoða og sömuleiðis
verðið á réttunum. Vínfistinn
er fyrir hendi með fullum verð-
upplýsingum. Alveg til fyrir-
myndar. Áhugasamir geta skráð sig í klúbb til að fá tilboð og aðrar
upplýsingar. Eitthvað er af myndum á heimasíðunni en svo sem ekki
hægt að skoða þær til að átta sig á innréttingum staðarins. Það skiptir
þó kannski ekki öllu máli. Mestu máli skiptir að vefurinn er ljós og
léttur, aðlaðandi og gefur góðar upplýsingar. 33
WWW.ebay.COm Magnaður uppboðsvefur. Á eBay
getur maður keypt allt milli himins og jarðar. Eg mæli
með því að þeir sem hyggjast versla gegnum eBay
stofni fyrst reikning á www.paypal.com. Pay Pal miðlar
greiðslum milli kaupenda og seljenda og eykur þannig
öryggi viðskiptanna.
WWW.getdiQital.com Góð vefverslun með stafrænar
myndavélar, myndbandstökuvélar, MP3 spilara og ým-
islegt fleira. Hægt að gera fín kaup á hágæðavöru. Vör-
urnar eru komnar heim að dyrum innan viku frá því að
þær eru pantaðar. Öll þjónusta til fyrirmyndar.
WWW.miSSionriSk.com Skemmtilegur vefur fyrir for-
fallna aðdáendur sígilda herkænskuspilsins Risk. Á
vefnum getur maður sótt forrit sem gerir manni kleift
að spila við rafandstæðinga eða raunverulega leik-
menn.
WWW.deiglan.COm Á Deiglunni fer fram lifandi og á-
hugaverð þjóðmálaumræða. Efnistök eru oftast mjög
vönduð og fjölbreytileg og er vefurinn uppfærður oft á
dag. Pisdahöfundar Deiglunnar eru flestir ungt fólk
með frjálslynda sýn á þjóðmáfin. 33
www.gamlibaukur.is **
Gamfi baukur er sjávarrétta-
staður sem staðsettur er við
höfnina á Húsavík og gefur því
gestum sínum hafnarstemmn-
inguna beint í æð, eins og segir
á heimasíðunni. Þetta er
athyglisverð heimasíða og
mikið í hana lagt. Upplýsing-
arnar eru vel unnar. Þannig
eru birtir matseðlarnir í acrobat-skjölum sem er í sjálfu sér óþarfi og
getur virkað hamlandi fyrir einhveija netvetja en hefur þann stóra kost
að netveijinn getur spáð og spekúlerað og skoðað verðið eins og hann
lystir. Myndir eru margar og góðar. Eina sem vantar - og það bagalega
- eru upplýsingar fyrir erlenda ferðamenn, td. á ensku. 33
★ Lélegur
★ ★ Sæmilegur
★ ★★ Góður
★ ★★★ Frábær
Miöað er við framsetningu og útlit,
upplýsinga- og fræðslugildi,
myndefni og þjónustu. Guðrún Helga Sígurðardóttir.
ghs@heimur.is
132