Frjáls verslun - 01.05.2004, Page 134
Syrah - drottningin
sem kemur á óvart
Hún er dökk, kröftug og óútreiknanleg. Hér er átt við rauðvíns-
f t r
þruguna Syrah. I Astralíu og Suður-Afríku er hún kölluð Shiraz.
Texti: Sigmar B. Hauksson Myndir: Geir Olafsson
Hún er dökk, kröftug og óútreiknanleg. Hér er átt við rauð-
vínsþrúguna Syrah. í Ástralíu og í Suður-Afríku er hún
kölluð Shiraz. Syrah-þrúgan hefur náð miklum vin-
sældum víða um heim og þá ekki síst í Ástralíu. í Frakklandi er
2% alls rauðvíns pressað úr þessari þrúgu en 40% alls ástralsks
rauðvíns. Þetta segir nokkuð um gríðarlegar vinsældir
áströlsku Syrah-vínanna.
Syrah - Shiraz Svrah-vínin eru kröftug, bragðmikil og matar-
mikil. Til skamms tíma voru Hermitage og Cote Rotie úr
Rhónardalnum í Suður-Frakklandi flaggskip Syrah-víntegunda
í heiminum. Vissulega eru þessi frábæru vín enn gríðarlega
vinsæl á meðal vínunnenda. Á síðari árum hafa þó, eins og áður
hefur komið fram, áströlsku Syrah-vínin ruðst fram fyrir þau.
Ágætis Syrah-vín koma einnig frá Kaliforniu, Chile og Suður-
Afnku. Þá hef ég bragðað aldeilis frábært Syrah frá Argentínu.
Áströlsku Syrah-vínin hafa orð á sér fyrir að vera þung og
kröftug. Sumum hættir því til að þreytast á þeim. Léttari Syrah-
vín koma frá Chile og Suður-Frakklandi. Þá er einnig rétt að
hafa í huga að töluvert er til af ódýrum, lélegum Syrah-vínum.
Þessi vín eru eins og berjasulta á bragðið, oft vel áfeng en
óspennandi. Mikið af þessu fátæklega Syrah-vini kemur frá
Ástralíu. Frá Ástralíu kemur einnig mikið af besta Syrah-víni
heimsins; mörg undir nafninu Grange. Syrah-vínin eru tanín-
rík, dimmrauð og kröftug. Þeim er iðulega blandað saman við
Cabernet Sauvignon, úr því verður afar góð og vinsæl blanda.
Matarvín Syrah-vin er kjötvin, frábært matarvín. Það passar
einstaklega vel með góðri nautasteik, lambakjöti krydduðu
með timian og hvítlauk. Það er eitt besta vín sem völ er á með
villibráð. I því sambandi mætti nefna hreindýr, rjúpur, gæs og
svartfúgl. Það sem gerir Syrah-vín svo heppilegt með villibráð
er þægilegt kryddbragð þess, svartur pipar og einnig gott
beijabragð, bláber, sólber og jafnvel þurrkaðir ávextir s.s.
sveskjur og apríkósur. Kryddið og beijabragðið kemur vel á
móti miklu bragði villibráðarinnar. Með villibráð eru oftast
134