Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 9

Morgunn - 01.06.1977, Page 9
TIL SYRGJANDI MANNA . . 7 miði. Sorg þín er að miklu leyti sprottin af þekkingarskorti á hinum órjúfanlegu lögmálum náttúrunnar. Vildi ég því mega vísa þér veginn til þekkingarinnar í þessum efnum, — skýra þér frá nokkrum einföldum sannindum, sem þú gætir svo sjálfur íhugað síðar. 1 öðru lagi þarft þú ekki að bera neinn kvíðboga fyrir líðan eða kjörum vinar þíns eða vera i nokkurri óvissu. Lífið eftir dauðann er enginn leyndardómur framar. Það er til heimur „handan við gröf og dauða“, og í honum ráða sams konar náttúrulögmál og hér á jörðu. Heimur þessi hefur verið rann- sakaður eins vísindalega og sá, er vér lifum í nú sem stendur. Og í þriðja lagi mátt þú ekki fyrir nokkurn mun sökkva þér niður í sorg eða hugarvíl, því að harmur þinn veldur ást- vini þínum sársauka. Og, ef þú gætir skilið, hver hreyting hefur orðið á högum ykkar, mundir þú ekki syrgja fram- ar. Þér sýnist þetta, ef til vill, eintómar staðhæfingar, og ekki annað. En mætti ég spyrja: Á hvaða grundvelli hvílir þín eig- in trú, hver svo sem hún er? Þú segir, að þú hafir þá trú, sem þér hafi verið kennd, og það sé ahnennt talið víst, að hún sé reist á orðum og ummælum heilagrar ritningar, og þessa trú hafi menn almennt nú á tímum. Ef þú gætir losað þig við alla hleypidóma, mundir þú komast að þeirri niðurstöðu, að hún byggist einnig á staðhæfingum. Hinar ýmsu kirkjudeild- ir halda fram kenningum, sem koma i bága hver við aðra. Orð og ummæli helgiritanna eru skýrð og skilin á ýmsa vegu. Trú manna nú á tímum hvilir ekki á óhagganlegum þekk- ingargrundvelli, heldur á þvi, sem þeim hefur verið kennt og þeir hafa heyrt hjá öðrum. En dauðinn er allt of mikilvægur atburður í lífi manna, til þess, að vér getum látið oss nægja ágizkun eina eða óljósar trúarskoðanir. Vér verðum að vita fyrir víst, hvað dauðinn er í raun og veru, og vissan verður að hvila á vísindalegum rannsóknum. Þessar visindalegu rann- sóknir hafa verið gerðar, og það er árangurinn af þeim, sem ég ætla nú að skýra þér frá. Ég ætlast alls ekki til, að þú trúir orðum mínum í blindni, heldur aðeins, að þú íhugir þau. Ég

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.