Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 9

Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 9
TIL SYRGJANDI MANNA . . 7 miði. Sorg þín er að miklu leyti sprottin af þekkingarskorti á hinum órjúfanlegu lögmálum náttúrunnar. Vildi ég því mega vísa þér veginn til þekkingarinnar í þessum efnum, — skýra þér frá nokkrum einföldum sannindum, sem þú gætir svo sjálfur íhugað síðar. 1 öðru lagi þarft þú ekki að bera neinn kvíðboga fyrir líðan eða kjörum vinar þíns eða vera i nokkurri óvissu. Lífið eftir dauðann er enginn leyndardómur framar. Það er til heimur „handan við gröf og dauða“, og í honum ráða sams konar náttúrulögmál og hér á jörðu. Heimur þessi hefur verið rann- sakaður eins vísindalega og sá, er vér lifum í nú sem stendur. Og í þriðja lagi mátt þú ekki fyrir nokkurn mun sökkva þér niður í sorg eða hugarvíl, því að harmur þinn veldur ást- vini þínum sársauka. Og, ef þú gætir skilið, hver hreyting hefur orðið á högum ykkar, mundir þú ekki syrgja fram- ar. Þér sýnist þetta, ef til vill, eintómar staðhæfingar, og ekki annað. En mætti ég spyrja: Á hvaða grundvelli hvílir þín eig- in trú, hver svo sem hún er? Þú segir, að þú hafir þá trú, sem þér hafi verið kennd, og það sé ahnennt talið víst, að hún sé reist á orðum og ummælum heilagrar ritningar, og þessa trú hafi menn almennt nú á tímum. Ef þú gætir losað þig við alla hleypidóma, mundir þú komast að þeirri niðurstöðu, að hún byggist einnig á staðhæfingum. Hinar ýmsu kirkjudeild- ir halda fram kenningum, sem koma i bága hver við aðra. Orð og ummæli helgiritanna eru skýrð og skilin á ýmsa vegu. Trú manna nú á tímum hvilir ekki á óhagganlegum þekk- ingargrundvelli, heldur á þvi, sem þeim hefur verið kennt og þeir hafa heyrt hjá öðrum. En dauðinn er allt of mikilvægur atburður í lífi manna, til þess, að vér getum látið oss nægja ágizkun eina eða óljósar trúarskoðanir. Vér verðum að vita fyrir víst, hvað dauðinn er í raun og veru, og vissan verður að hvila á vísindalegum rannsóknum. Þessar visindalegu rann- sóknir hafa verið gerðar, og það er árangurinn af þeim, sem ég ætla nú að skýra þér frá. Ég ætlast alls ekki til, að þú trúir orðum mínum í blindni, heldur aðeins, að þú íhugir þau. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.