Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Qupperneq 12

Morgunn - 01.06.1977, Qupperneq 12
10 MORGUNN á. Ég skal nú í stuttu máli gera nokkra grein fyrir því, hvern- ig þessu tilverustigi er háttað. Menn hafa haldið fram ýmsum kenningum mn lífið eftir dauðann. Flestar hafa þær þó átt rót sína að rekja til misskil- inna orða og ummæla í fornum helgiritum. Sú var tíðin, að hinni hræðilegu kenningu um eilífa útskúfun var almennt trúað um alla Norðurálfuna, þó að nú séu það aðeins fáfræð- ingar einir, sem aðhyllast hana. Hún átti rót sína að rekja til rangrar þýðingar á orðum, sem menn hafa eignað Kristi. Munkalýðurinn á miðöldum hélt þessari kenningu fast fram, enda var hún handhægur refsivöndur á fáfróða alþýðu, og vel til þess fallin að halda henni í skefjum. En þegar mið- aldamyrkrunum létti og menningin tók að ryðja sér til rúms, fóru menn að sjá, að kenning þessi var ekki aðeins ógurleg guðlöstun, heldur og gagnstæð heilbrigðri skynsemi. Trúmála- kennarar hafa þvi verið neyddir til að koma fram með ýms- ar skýringar, sem hafa farið í þá áttina að gera hana nokkuð skynsamlegri; en flestar eru þær þó mjög svo óákveðnar og fjarri sanni. Kenningar kirkjudeildanna hafa orðið að mjög svo margbrotnu fræðikerfi og flóknu, sökum þess, að menn hafa — alveg að ástæðulausu — viljað fyrir hvern mun gera ráð fyrir, að til væri ægilega harður guð og ofsafenginn, sem vildi mönnum illt. Þessa kenningu hafa menn sótt til Gyð- inga. Og þótt undarlegt megi virðast, hafa menn tekið hana fram yfir boðskapinn, um hinn kærleiksríka föður, sem Krist- ur flutti. Þeir menn, sem hafa skilið það grundvallaratriði, að guð er kærleikur, og að í gjörvallii náttúrunni ráða rétt- lát og órjúfanleg lögmál, sjá, að ekki tjáir að setja sig upp á móti þeim, hvorki hérna né hinum megin grafarinnar. En þótt menn virðist skilja þetta, þá er það þó allajafnan meira í orði en á borði, og hugmyndir manna eru enn sem fyrr á reiki um lífið eftir dauðann. Þér hefur verið kennt, að til sé himinn eða himnaríki einhvers staðar úti í geimnum og dóms- dagur muni renna upp einhvern tíma á ókomnum öldum. En um það, sem gerist hér og nú, hafa kennimenn kirkjunnar harla litla fræðslu á boðstólum. Þeir kannast jafnvel við, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.