Morgunn - 01.06.1977, Side 14
12
MORGUNN
þeim efnum, og vitum, að allir þeir, sem hafa gert það, sjá nú
margt, sem öðrum er hulið. Þeir sjá, að lieimurinn, sem vér
lifum í, er margfalt dásamlegri en vér höfðum gert oss í hug-
arlund. Þótt mannkynið hafi nú lifað í honum árþúsundum
saman, hafa allfæstir nokkuð af hinni fegurstu álfu hans —
andlega heiminum — að segja. Rannsóknir vorar hafa borið
rikulega ávexti, og opna oss sí og æ ný rannsóknasvið. Nið-
urstöðunni af þessum rannsóknum geta menn kynnzt í ýms-
um guðspekiritum, en hér viljum vér aðeins líta á þá fræðslu,
sem þessar rannsóknir hafa veitt oss um líf manna eftir dauð-
ann.
Það er þá fyrst af að segja, að dauðinn er ekki endalok
lífs vors, eins og oss var svo tamt að ætla i vanþekkingu vorri.
Hann er aðeins skref frá einu tilverustigi á annað. Ég hef
þegar sagt, að vér getum likt honum við það, að vér leggjum
af oss yfirhöfn og stöndum eftir í venjulegum innanhúss-
klæðnaði — „andlega likamanum“. En jafnvel þótt Páll post-
uli nefndi hann andlegan, sökum þess, að hann er úr smá-
gjörvari efnistegundum en vér þekkjum hér á jörðu, þá hef-
ur hann eigi að síður ákveðna lögun, og er í raun og veru
efniskenndur. Jarðlíkami vor er sambandsliður milli vor og
þessa heims; ef vér hefðum hann ekki, mundum vér ekki hafa
neitt af þessum heimi að segja, gætum yfirleitt hvorki gert
vart við oss né haft nokkur kynni af öðrum. Yér vitum, að
þannig er því einnig farið með hinn andlega líkama, hann
er sambandsliður milli vor og hins andlega heims. Þú mátt
ekki hugsa þér að hinn andlegi heimur sé einhver þokukennd-
ur huliðsheimur langt úti í geimi. Hann er ekkert annað en
hinn smágjörvari hluti þessa heims. Mér kemur þó sízt til
hugar að neita þvi, að æðri og fjarlægari heimar séu til,
heldur aðeins, að dauðinn flytur oss ekki yfir í þá, þvi að
hann er ekki annað en skref frá einu tilverustigi á annað í
þessum heimi, sem vér þekkjum nú að nokkru leyti. Það er
að vísu satt, að þú missir sjónar á ástvini þínum, sem hverfur
inn á hið æðra tilverustig, en þegar að er gáð, hefur þú aldrei
séð hann í raun og veru, heldur aðeins líkamann, sem hann