Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 17

Morgunn - 01.06.1977, Page 17
TIL SYRGJANDI MANNA . . 15 æðra heim, getum vér munað það, sem hefur gerzt hér, því að þegar vér festum svefninn, stigum vér út úr líkamanum, og er þá sem vér vörpum af oss þungu fargi. En i sama bili og vér vöknum, tökum vér það á oss aftur, og er þá sem drungi leggist yfir meðvitund vora, svo að vér gleymum því, sem fyrir oss hefur borið á æðra tilverustigi. Ef vér viljum skýra ástvini vorum frá einhverju, sem oss liggur á hjarta, þurfum vér ekki annað en gera oss ljósa grein fyrir því, rétt áður en vér sofnum. Það er þá áreiðanlegt, að vér skýrum honum frá því undir eins og vér finnum hann. Stundum vilj- um vér, ef til vill, láta hann vita um eitthvað, sem að þessu lífi lýtur eða leita ráða hjá honum. En þá vantar, að vér get- um munað það, sem oss fer á milli. En, þótt vér munum ekki úrskurð hans eða ráðleggingar, þá er oft, að vér vöknum með ákveðna skoðun á því málefni, sem um er að ræða. Oss finnst þá, að vér höfum fengið óljóst hugboð um álit hans, og það má þá jafnan reiða sig á, að það er rétt. Hins vegar ættum vér sem minnst að ráðfæra oss við vini vora á æðra tilveru- stigi• því eins og síðar mun sagt verða, er það ekki æskilegt að draga þá aftur inn í þá lífsbaráttu og þær áhyggjur, sem þeir eru nú lausir við. En þetta kemur oss til að spyrja, hvaða störf þeir hafi með höndum og hvers konar lifi þeir lifi. Störf manna og líðun eru mjög svo mismunandi. En það má með sanni segja, að hartnær allir lifa þeir margfalt sælla lífi en hér í heimi. 1 helgiriti einu gömlu er sagt meðal annars: „Sálir réttlátra manna eru í hendi Guðs, og þangað nær þeim engin þraut né mæða. Hinum fávísu virðast þeir deyja, og héðanför þeirra vera hin mesta ógæfa og andlát þeirra algjör tortíming; en þeir lifa i friði“. Vér verðum að varpa öllum heimskulegum kenningum og úreltum fyrir borð. Menn þjóta ekki á dauða- stundinni upp í neinn undrahiminn né ofan í fáránlegt hel- víti. Og í raun og veru er ekkert helvíti til í venjulegri merk- ingu þess orðs, og meira að segja, ekki nokkurs staðar helvíti í neinni merkingu, nema það, sem menn skapa sér sjálfir. Þú mátt ekki gleyma því, að dauðinn gerir enga breytingu á oss.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.