Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Qupperneq 17

Morgunn - 01.06.1977, Qupperneq 17
TIL SYRGJANDI MANNA . . 15 æðra heim, getum vér munað það, sem hefur gerzt hér, því að þegar vér festum svefninn, stigum vér út úr líkamanum, og er þá sem vér vörpum af oss þungu fargi. En i sama bili og vér vöknum, tökum vér það á oss aftur, og er þá sem drungi leggist yfir meðvitund vora, svo að vér gleymum því, sem fyrir oss hefur borið á æðra tilverustigi. Ef vér viljum skýra ástvini vorum frá einhverju, sem oss liggur á hjarta, þurfum vér ekki annað en gera oss ljósa grein fyrir því, rétt áður en vér sofnum. Það er þá áreiðanlegt, að vér skýrum honum frá því undir eins og vér finnum hann. Stundum vilj- um vér, ef til vill, láta hann vita um eitthvað, sem að þessu lífi lýtur eða leita ráða hjá honum. En þá vantar, að vér get- um munað það, sem oss fer á milli. En, þótt vér munum ekki úrskurð hans eða ráðleggingar, þá er oft, að vér vöknum með ákveðna skoðun á því málefni, sem um er að ræða. Oss finnst þá, að vér höfum fengið óljóst hugboð um álit hans, og það má þá jafnan reiða sig á, að það er rétt. Hins vegar ættum vér sem minnst að ráðfæra oss við vini vora á æðra tilveru- stigi• því eins og síðar mun sagt verða, er það ekki æskilegt að draga þá aftur inn í þá lífsbaráttu og þær áhyggjur, sem þeir eru nú lausir við. En þetta kemur oss til að spyrja, hvaða störf þeir hafi með höndum og hvers konar lifi þeir lifi. Störf manna og líðun eru mjög svo mismunandi. En það má með sanni segja, að hartnær allir lifa þeir margfalt sælla lífi en hér í heimi. 1 helgiriti einu gömlu er sagt meðal annars: „Sálir réttlátra manna eru í hendi Guðs, og þangað nær þeim engin þraut né mæða. Hinum fávísu virðast þeir deyja, og héðanför þeirra vera hin mesta ógæfa og andlát þeirra algjör tortíming; en þeir lifa i friði“. Vér verðum að varpa öllum heimskulegum kenningum og úreltum fyrir borð. Menn þjóta ekki á dauða- stundinni upp í neinn undrahiminn né ofan í fáránlegt hel- víti. Og í raun og veru er ekkert helvíti til í venjulegri merk- ingu þess orðs, og meira að segja, ekki nokkurs staðar helvíti í neinni merkingu, nema það, sem menn skapa sér sjálfir. Þú mátt ekki gleyma því, að dauðinn gerir enga breytingu á oss.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.