Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Side 21

Morgunn - 01.06.1977, Side 21
TIIj syrgjandi manna . . 19 Vér störfum þá með fullri meðvitund í andlega líkamanum. En, þegar vér hverfum aftur inn í jarðneska líkamann, virðist hinum látna vini vorum, að vér föllum í fasta svefn, þvi jafn- vel þótt hann sjái oss eftir sem áður, þá er eins og vér heyr- um ekki til hans, og vér gegnum honum ekki, þótt hann ávarpi oss. Það er að sínu leyti eins og þegar maður sofnar hér; vér sjáum hvar hann er, en getum þó ekki haft tal af honum. En þar eð menn muna sjaldnast nokkuð af því, sem fyrir þá kemur á meðan líkaminn liggur í dvala, þá finnst þeim í vökunni, að þeir hafi misst þá ástvini, sem dánir eru. Hins vegar vita hinir látnu, að þeir hafa ekki misst þá, sem lifa hér í heimi, því að þeir vita alltaf, hvað þeim líður. Breyting- in er engin önnur en sú, að vér erum hjá þeim á nóttunni, en ekki á daginn. 1 þessum líkama, sem vér höfum nefnt hér „hinn andlega líkama“, (hann er annars vanalega nefndur tilfinninga- eða sálarlíkami) koma tilfinningar vorar og hugarblær greinilega i ljós. Þar af leiðandi sjá látnir menn greinilegast öll skap- brigði vor og geðshræringar vorar. Þegar vér erum í glöðu skapi, verða þeir þess undir eins visari; en það er þó ekki víst, að þeir viti liver orsökin er. Og ef vér verðum harm- þrungnir, þá sjá þeir það undir eins, þótt þeir viti ekki, hvað harminum veldur. Þessu er vitanlega þann veg farið, aðeins þær stundirnar, sem vér vökum, því þegar vér sofnum, getum vér talað við þá eins og á meðan þeir voru í jarðneska líkam- anum. Hér í heimi getum vér dulið hugsanir vorar og tilfinn- ingar, en í æðra heimi er slikt ógjörningur, þar sem þær valda sýnilegum breytingum á líkama vorum. Tilfinningarnar sjást bezt, en þar eð margar hugsanir vorar eru nátengdar tilfinn- ingunum, þá eru þær auðsæjar í öðrum heimi. Aftur á móti eru hlutlausar hugmyndir ósýnilegar. Þú munt nú segja, að sá andlegi lieimur, sem hér hefur verið lýst, sé harla ólíkur þvi himnaríki eða helvíti, sem þér hefur verið sagt að væri til. En það er þó víst, að sannleikur felst á bak við kenninguna um báða þessa staði. Því, þó ekk- ert helvíti sé til í raun og veru, þá má með sanni segja, að

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.