Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 23

Morgunn - 01.06.1977, Page 23
TIL SYRGJANDI MANNA . . 21 lífs, eins og hverjum og einum gefur að skilja, getur takmörk- uð orsök ekki haft ótakmarkaðar afleiðingar. Líf mannsins er miklu lengra en þú hefur, ef til vill, gert þér í hugarlund. Vér erum neistar hinnar miklu Frumveru, Guðs, og það á fyrir oss að liggja að sameinast henni aftur, og „verða fullkomnir, eins og faðir vor á himnum er fullkom- inn“. En vér eigum langt i land með að ná hinni guðdóm- legu fullkomnun. Allt lif er í framþróun, og framþróunin er guðdómlegt lögmál í náttúrunni. Það, sem vér nefnum æfi manns, er í raun og veru einn einasti dagur í hinu verulega og endalausa lifi. Eins og vér klæðumst hvern morgun og göngum að hinum daglegu störfum og afklæðumst aftur að kvöldi og hvílumst lil næsta morguns, — eins íklæðist maður- inn jarðneska líkamanum, og þegar starfstími hans er út- runninn, leggur hann af sér þennan ytri búning og gengur inn til þeirrar hvíldar, sem lýst hefur verið hér að framan. En þegar hvíldartimi þess er liðinn, rennur upp nýr starfs- dagur í efnisheiminum og maðurinn byrjar þar aftur á fram- þróunarstarfinu, sem hann endaði fyrr. Þannig starfar hann „dag“ eftir ,,dag“, unz hann hefur náð hinu guðdómlega takmarki, sem höfundur lífsins hefur sett honum. Þú hefur að öllum likindum ekki heyrt þetta fyrr; og þar sem það er nýtt, virðist þér það, ef til vill, bæði furðulegt og ósennilegt. Þó má færa sönnur á það allt saman, því að allt þetta hefur verið rannsakað, ekki aðeins einu sinni, heldur hvað eftir annað. En, ef þér leikur hugur á að vita gjörr um þessi efni, verður þú að kynna þér þær hækur, sem um þau ræða. Hér, í jafnstuttri ritgjörð og þessari er ætlað að verða, er ekki tóm til að skýra frá neinum sönnunum, svo að gagni megi verða. Læt ég mér því nægja að skýra þér frá niður- stöðunni, án þess að koma fram með óyggjandi sannanir. Þú spyrð ef til vill, hvort látnir menn beri ekki stundum kviðboga fyrir eftirlifandi ástvinum sínum. Slíkt getur vitan- lega átt sér stað, og það getur orðið til að tefja fyrir fram- förum þeirra. Vér ættum því allajafnan að gera allt, sem í

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.