Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 34

Morgunn - 01.06.1977, Page 34
A. CRESSY MORRISON: MAÐURINN STENDUR EKKI EINN Ég hygg, að efnishyggian sé á undanhaldi í heiminum. Það J)ykii- ekki lengur sjálfsagt, að vísindamaður sé trúlaus. Æ fleiri heimskunnir vísindamenn játa hreinskilnislega guðstrú sína, en slikt þótti barnaskapur á fyrri öld, blómaskeiði efnishyggjunnar, þegai- maðurinn i ofmetnaði sinum hélt að hann væri búinn að finna lykilinn að Jífsgátunni — allt væri hægt að skýra með vís- indum; þau myndu útrýma trúnni að lokum; trá og vísindi væru andstæður; visindin kæmu í stað trúar. En á atómöld, er mennirnir hafa skapað sér tæki, sem útrýmt geta öllu lífi á jörðinni, hafa æ fleiri þeirra, sem mest vita í vís- indalegum efnum, hallast. að þeirri skoðun, að til sé mönnunum æðri máttur, sem sett hafi öllu lífi ósveigjanleg lögmál — skapandi máttur; og leiðina til lifshamingju megi fyrst og fremst finna með því að reyna að gera sér grein fyrir vilja og tilgangi þessa æðri máttar og lifa í sem nánustu samræmi við hann. Fyrir nokkrum ánrm skrifaði ungur rithöfundur bók, sem hann nefndi MaSurinn er alltaf einn.1 Ég hef lengi verið á andstæðri skoðun, og þess vegna er það e. t. v. að ég ætla að eyða tima til þess, að birta hér nokkur athyglisverð atriði úr bók, sem ber nafnið MaSurinn stendur ekki einn. Höfundur þessarar bókar heitir A. Cressy Morrison og er fyrr- verandi forseti Visinda-akademiunnar í New York. Honum hefur tekizt að sætta vísindamanninn og trúmanninn í sjálfum sér með athygJisverðum hætti; hann telur n.l., að náttúran og lífið sjálfl feli í sér ótal ómótstæðilegar sannanir fyrir tilveru Guðs. Æ. R. K. Við erum enn í dögun vísinda-aldar og sérhver skilnings- auki varpar skærari birtu á liandverk hugsandi skapara. Þeg- ar við höfum gert frábærar uppgötvanir í anda vísindalegrar 1 Þetta er að vísu lánaður titill frá Jean Paul Sartre, sem skrifaði Uhomme est seul.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.