Morgunn - 01.06.1977, Qupperneq 36
34
MORGUNN
Væri tunglið okkar í t. d. einungis 80.000 km fjarlægð i
stað hinnar raunverulegu, þá kynnu flóðin að vera svo öflug
hjá okkur, að öll meginlönd jarðar hyrfu undir yfirborð sjáv-
ar tvisvar á dag; jafnvel fjöllin myndu eyðast smám saman.
Ef jarðskorpan hefði verið aðeins tíu fetum þykkri, væri ekki
til neitt súrefni og þannig ekkert dýralif. Væru öll höf nokkr-
um fetum dýpri, hefði kolefni og súrefni eyðst og ekkert jurta-
líf mögulegt.
Það er ljóst af þessum og öðrum dæmum, að ekki er einn
möguleiki gegn milljarð, að lífið á plánetu okkar sé fyrir til-
viljun.
I öðru lagi: ÍJrrœSi lífsins íil þess aS ná tilgangi sínum er
staSfesting þess, aS vitsmunir ráSa í öllu.
Enginn hefur getað skilið, hvað lífið sjálft er. Það hefur
hvorki þunga né stærð, en það býr yfir afli eða mætti; vax-
andi rót getur mulið klett. Lifið hefur lagt undir sig loft, láð
og lög, stjórnar frumefnunum og neyðir þau til að lúta vilja
sínum.
Lífið, myndhöggvarinn mikli, gefur öllu lögun; listamað-
urinn, sem teiknar sérhvert lauf á hverju tré og ákveður lit
hvers blóms. Lífið er tónskáld, sem kennt hefur hverjum fugli
sinn ástarsöng og skordýrunum að kalla til hvers annars i
milljóna-hljómkviðu smádýranna. Lífið er efnafræðingurinn
óviðjafnanlegi, sem gefur kryddi og ávöxtum hragð sitt, rós-
inni ilm sinn, breytir vatni og kolsýru í sykur og við og fram-
leiðir með þvi súrefni, svo að dýr merkurinnar megi draga
andann.
Virðum fyrir okkur næstum ósýnilegan dropa af frymi,
gegnsæju, kvoðukenndu, sem þó getur hreyft sig og dregur
kraft sinn frá sólu. Þessi einfalda sella, þessi gagnsæi, dagg-
arlíki ördropi, ber í sér lífsneistann og getur veitt þetta líf
öllum lifandi hlutum, stórum og smáum. Máttur þessa ör-
dropa er meiri en máttur jurtagróðurs, dýra og manna, því
af honum er allt lif komið. Náttúran skapaði ekki lifið; eld-
brunnin björg og saltvana höf nægðu ekki til þess að leggja
til það sem þurfti.