Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 38

Morgunn - 01.06.1977, Page 38
36 MORGUNN í fimmta lagi: Sérstök fyrirhyggja fyrir öllu lifandi lýsir sér í fyrirbrigÖum, eins og hinum furÖulegu einkennum og áhrifum litninganna. Litningamir em svo smáir, að ef hægt væri að hugsa sér alla þá litninga, sem hafa áhrif á mannlegt líf, á einum stað, myndu þeir ekki fylla fingurbjörg. Samt fyrirfinnast þeir í hverri einustu lifandi frumu í dýrarikinu og jurtaríkinu; og i þeim em fólgnir erfðaberarnir, þar sem kostir eða gallar for- feðranna vaka og varpa ljósi eða skugga á braut einstaklings- ins eftir kyngæðum foreldra hans. Hér er það, sem þróunin i rauninni hefst — í fmmunni, þessari heild, sem ber í sér litningana; að hinn ótrúlega smái litningur skuli algjörlega stjórna lífi á jörðinni er dæmi um djúpan skilning og fyrirhyggju, sem aðeins gæti ótt upptök sín hjá skapandi skynsemigæddri veru; aðrar kenningar duga þar ekki til. f sjötta lagi: Þegar á það er litið hversu hyggilega á öllu er haldiS í náttúrunni, neyÖumsl við til dS gera okkur Ijóst, aS einungis ómælanleg vizka gæti hafa undirbúiS og skipulagt svo frábœra ráSdeild. Fyrir mörgum árum var sérstakri tegund af kaktusi plant- að í Ástraliu í því skyni, að mynda með honum vemdargirð- ingar. Þar eð þessi kaktustegund átti enga óvini meðal skor- dýra í Ástralíu, útbreiddist hann með gífurlegum hraða; hélt þessu áfram, þangað til kaktusgróðurinn þakti svæði, sem var á stærð við allt England; kaktusinn tók jafnvel að ryðja fólki úr borgmn og þorpum og eyðileggja búskap bændanna. Skor- dýrafræðingar leituðu um allan heim að vörn gegn þessari voðaplágu. Að lokum tókst þeim að hafa uppi á skordýri, sem eingöngu lifir á kaktusi og ekki lagði sér annað til munns. Skordýr þetta frjóvgaðist einnig mjög ört; ennfremur kom í ljós, að það átti engan óvin i Ástraliu. Það var flutt til lands- ins og brátt rak að þvi, að dýrið sigraði jurtina og nú hefur kaktusplágan hjaðnað. Slíku jafnvægi hefur verið séð fyrir alls staðar í náttúr- unni. Hvers vegna hafa skordýrin, sem auka kyn sitt með

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.