Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 54

Morgunn - 01.06.1977, Page 54
52 MORGUNN 1899, íjekk að fara með föður mínum og fórum við lausríðandi inn fyrir Hvalfjörð. Þá var Björn Hjaltesteð enn á lífi, en virtist mjög hrumur, og svo var hann skjálfhendur að hann átti erfitt með að skrifa nafnið sitt. Hann tárfeldi þegar þeir kvöddust, og sagði að þetta yrði í síðasta skiftið sem þeir sæjust í þessu lífi, en „þinn lika hefi jeg ekki fyrirfundið, í öllum greinum.“ Sú spásögn reyndist rjett, því að af einhverjum orsökum fórst það fyrir, að faðir minn færi til Reykjavíkur sumarið 1900, og þegar hann kom þangað fyrir jól 1901, var Björn Hjaltesteð látinn. Ef foreldrum mínum hefði þótt eitthvað miður um Benedikt sem kaupamann, þá mundi þetta helzt hafa verið það, hve lengi hann stóS (eins og það var kallað). Að sjálfsögðu vildu þau ekki að slælega væri unnið um hábjargræðistímann. En það var Benedikt ekki nóg; hann dreif sig á fætur fyrir allar aldir, og vitaniega gátu þá ekki aðrir legið í rúmunum; að sama skapi hjelt hann út á kvöldin. Hann varð að ráða. Hitt kom svo engum við, að þegar á sumarið leið, stóð hann úti fram á nótt til þess að athuga stjörnurnar, og endilega þurfti það að vera hann, sem lokaði bænum. Hann mun hafa haft ekki lítið af því, sem alment er kallað hjátrú — auk þess sem hann var innilegur trúmaður i kirkjulegum skilningi. Hann var ágæt- lega skáldmæltur og til eru eftir liann sjerprentaðir tveir sálmar, Jólasálmur og Páskasálmur, sem báðir eru langir. Rit hans eru ýmisleg og nokkuð mörg, þar á meðal skáldsögur, en ekki mundu þær þorra lesenda að skapi nú á dögum; þær fjellu meir að skapi gamla tímans. Benedikt var hæglátur í framkomu, sjerlega viðfeldinn og ávalt hinn sami, ekki hávær, en skýrmæltur, og var sem nokk- ur virðuleiki hvíldi yfir öllu hans máli og allri framkomu. Gamanyrði vissi jeg honum aldrei hrjóta af munni og hann var í rauninni aldrei hversdagslegur. En altaf var ánægja að hafa hann á heimilinu. Ekkert man jeg um kirkjuferðir hans, en það er þegar sagt að trúmaður' var hann fyrir vist mikill og einlægur, eins og sum rit hans sýna. Þau gaf hann öll út á eigin kostnað.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.