Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 57

Morgunn - 01.06.1977, Page 57
EKKERT AÐ GAGNI . . . 55 Mörgum árum síðar rakst hún á mynd af Franz Liszt og kannaðist þar við hinn dularfulla gest. Árið 1964 byrjaði Rosmary Brown að skrifa tónlist — og það engin smálög, heldur velsamin tónverk í stil Liszts, Chopins, Debussys, Rachmaninoffs, Brahms, Bachs og Bee- tovens. Flest eru tónverk þessi gerð fyrir píanó, þótt sum þeirra séu samin fyrir hljómsveit. En þareð Rosemary hefur aðeins hlotið nokkra tíma í píanókennslu, þá reynist henni sumt af þessu of erfitt fyxir sig að spila sjálf. Árið 1970 kom svo út plata með nafninu Tónlist Rosemary Brown. — öðru megin á plötunni leikur frú Brown léttari lögin, en hinu megin leikur hinn kunni píanisti Peter Katin erfiðari tónlistina. Maður nokkur sem horfði á Rosemary skrifa niður nokkuð af þessari tónlist varð furðu lostinn yfir því hve gifurlega hratt hún skrifaði nótumar. Hún segir, að þegar sé búið að semja tónlistina, þegar hún er lesin fvrir henni. Sum tón- skáldin tala við hana á ensku, segir hún. „En Liszt á það til að rjúka út í flaum af þýzku eða frönsku.“ En skólafranska miðilsins rétt aðeins nægir til þess að hún geti skilið frönsku- mælandi tónskáldin. Eins og vænta mátti, þá hafa viðbrögð hinna lærðu tónlistar- manna verið misjöfn við þessum undrum. En margir tónlistar- menn hafa hrifist mjög af þessum verkum Rosemary Brown- Píanistinn Hephzibah Menuin sagði: „Ég ber gífurlega virð- ingu fyrir þessum nótnahandritum. Hvert verk er alveg greini- lega í stil viðkomandi tónskálds.“ Tónskáldið Richard Radney Bonnett var enn opinskárri. Hann sagði: „Það er til margt fólk sem getur leikið af fingrum fram, en það væri ekki hægt að falsa þessa tónlist án margra ára þjálfunar. Og sumar Beetoventónsmiðanna hefði ég sjálfur alls ekki getað falsað.“ Engu að síður hafa sumir gagnrýnendur komist að þeirri niðurstöðu, að þessi tónlist standi ekki á sporði þvi bezta sem þessi tónskáld gátu samið. Hún minnti oft fremur á fyrri tón- smíðar þeirra en þroskuðustu verkin.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.