Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 59

Morgunn - 01.06.1977, Page 59
EKKERT AÐ GAGNI . . . 57 því að nú lét hann í fyrsta skipti setja inn í samning sinn við timaritið, að greiða skyldi erfingjum hans ritlaunin, ef hann félli frá. En svo einkennilega vildi til, að Dickens and- aðist árið 1870 og hafði þá aðeins lokið við að semja sex fyrstu kaflana. Lesendur beggja megin Atlantshafsins urðu því sjálfir að gera sér í hugarlund hvernig þessi spennandi leynilögreglu- saga ætti að enda. Hvergi var að fina í fórum skáldsins drög að sögunni eða lausn sakamálsins- Það leyndarmál tók Dick- ens með sér í gröfina. En lesendur þurftu ekki að örvænta, svarið var á leiðinni. Það átti eftir tð koma frá ungum prentara, sem fluttist til Rrattleboro réttu ári eftir lát Dickens. Hann hét Thomas P. •Tames, léttlyndur og kvenhollur ungur maður og ágætur prentari. Þegai' hann var nýfluttur til Brattleboro heillaðist hann af ungri og fallegri stúlku, sem hann sá á gangi. Hann fylgdi henni eftir og komst að þvi hvar hún átti heima. Hann tók sér herbergi á leigu hinum megin við götuna. Tames komst fljótlega að þvi, að húsmóðir hans var aðdá- andi spiritismans og hafði mikinn áhuga á þeim málum. Og Tames var tíður gestur á miðilsfundum, sem haldnir voru í húsi hennar. Tames hafði aldrei orð á þvi, að hann yrði fyrir neinum áhrifum á þessum fundum fj'Tr en í október 1872, að hann hefði komist i samband við anda Charles Dickens og að sá mikilsvirti höfundur hefði falið sér að Ijúka við ófullgerðu sakamálasöguna um Edvvin Drood. Húsmóðir .Tames varð alveg furðu lostin, að hinn mikli Charles Dickens skyldi virða þennan lífsglaða leiganda henn- ar svo mikils. Hún áleit það skyldu sina að koma til móts við óskir skáldjöfursins og bauðst því til að gefa James frítt fæði þangað til hann lyki þessu verkefni sínu. Mörg vitni skýrðu frá því, að Tames félli í djúpan trans, sem stundum varði í margar klukkustundir. Þegar hann vakn- aði tók hann til að skrifa. Hann sagðist ekki vera að semja

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.