Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Síða 61

Morgunn - 01.06.1977, Síða 61
ÆVAR R. KVARAN: Gretar Fells: ÞAÐ ER SVO MARGT V. Leiftur h/f, Rvk, 1976. Hér er þá komið úl fimmta bindi af ritum Gretars Fells. Hvert þeirra hefur verið þeim er þetta skrifar fagnaðarefni. Aðalviðfangsefni Gretars var alla ævi: listin að lifa. Og engan mann hef ég þekkt, sem betur kunni það en hann. f þessum manni fara saman gáfur og góðleikur. Já, hann er vitur mað- ur, því góðleikur og vizka eru systkyn. Svo var hann orðinn andlega þroskaður, þegar hann fluttist til sinna nýju heim- kynna, að hann hafði fyrir löngu hafið sig upp yfir flest það, sem öðrum þykir hið mikilvægasta, svo sem frægð og frama, þó honum væri það innan handar að öðlast það. Hefði hann beitt greind sinni til þess, sem hér er kallað „að koma sér áfram“, hefði honum verið það í lófa lagið. Hann var lögfræð- ingur að menntun og víðlesinn í guðfræði, skáldskap og bók- menntum. En öll var þekking hans honum einungis tæki til þess að geta skilið betur meðbræður sína og komið þeim til nokkurs þroska. Hann gegndi alla tíð lágu starfi hjá því opin- bera og lét sér það vel líka. Það var unaðslegt að eiga við hann samræður, svo fróður og góður sem hann var. Oft lék um andlit hans dálítið dularfullt bros og virtist hann þá vera að hlusta, eins og maður sem heyrir eitthvað fagurt sagt við sig. Hann bjó yfir sjaldgæfri sálairó. Það var sannarlega gott að vera í návist hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.