Morgunn - 01.06.1977, Qupperneq 61
ÆVAR R. KVARAN:
Gretar Fells:
ÞAÐ ER SVO MARGT V.
Leiftur h/f, Rvk, 1976.
Hér er þá komið úl fimmta bindi af ritum Gretars Fells.
Hvert þeirra hefur verið þeim er þetta skrifar fagnaðarefni.
Aðalviðfangsefni Gretars var alla ævi: listin að lifa. Og engan
mann hef ég þekkt, sem betur kunni það en hann. f þessum
manni fara saman gáfur og góðleikur. Já, hann er vitur mað-
ur, því góðleikur og vizka eru systkyn. Svo var hann orðinn
andlega þroskaður, þegar hann fluttist til sinna nýju heim-
kynna, að hann hafði fyrir löngu hafið sig upp yfir flest það,
sem öðrum þykir hið mikilvægasta, svo sem frægð og frama,
þó honum væri það innan handar að öðlast það. Hefði hann
beitt greind sinni til þess, sem hér er kallað „að koma sér
áfram“, hefði honum verið það í lófa lagið. Hann var lögfræð-
ingur að menntun og víðlesinn í guðfræði, skáldskap og bók-
menntum. En öll var þekking hans honum einungis tæki til
þess að geta skilið betur meðbræður sína og komið þeim til
nokkurs þroska. Hann gegndi alla tíð lágu starfi hjá því opin-
bera og lét sér það vel líka.
Það var unaðslegt að eiga við hann samræður, svo fróður og
góður sem hann var. Oft lék um andlit hans dálítið dularfullt
bros og virtist hann þá vera að hlusta, eins og maður sem
heyrir eitthvað fagurt sagt við sig. Hann bjó yfir sjaldgæfri
sálairó. Það var sannarlega gott að vera í návist hans.