Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 63
BÆKUR
61
sóknum á þvi sem höfundur kallar æðri skynjun (Higher
Sense Perception). Höfundur hefur komist að þeirri niður-
stöðu, að sálrænir hæfileikar séu miklu algengari en almennt
hefur verið álitið, og að þúsundir manna noti þess hæfileika
á hinum ólikustu sviðum mannlegs lífs. Þegar þess er gætt,
að höfundur þessarar bókar er hálærður og virtur visindamað-
ur er ekki hægt að segja annað en sjónarmiðin séu all-nýstár-
!eg, því hér koma fram allt önnur viðhorf en menn hafa átt
að venjast frá visindamönnum um þessi efni.
Það má heita einkennilegt, hvernig Karagulla komst útá
þessar „hálu“ brautir rannsókna. Um þetta kemst höfundur
svo að orði í bók sinni:
„Þau ár sem ég stundaði rannsóknir við háskólann í Edin-
borg og við taugarannsóknastofnunina í Montreal hafði ég
unnið mér talsvert álit með rannsóknum mínum, og hlotið
fyrir þær viðurkenningu, bæði í Evrópu og Ameríku.
Þá komst ég í kynni við fyrirbæri, mjög sérstætt, sem hvorki
gat talist til geðsýki né heldur samrýmst þvi, sem venjulega
er álitið eðlilegt og heilbrigt.“ Og frásagnir og staðfestingar á
þessum fyrirbærum fann hún bók, sem hún las fyrir beiðni
vinkonu sinnar.
Þessi bók fjallaði um dulræna hæfileika Edgars Cayces.
Og höfundur segir: „Við lestur þessarar bókar var mér þokað
inn á ókönnuð svið mannsliugarins og það átti eftir að beina
öllu starfssviði mínu inn á nýjar brautir."
Því þegar vísindamaðurinn dr. Karagulla uppgötvar það,
að til hafi verið maður á 20. öld, sem hafi getað lagt sig á
legubekk og látið sig falla í dásvefn, og í því ástandi athugað
og greint frá einstaklingi í mörg hundruð kílómetra fjarlægð,
sér gjörsamlega ókunnum, og lýst herbergi þvi sem persónan
dvaldist í, útiliti hennar, klæðaburði, skapgerðareinkennum
og líkamsástandi, svo og lýst hvers konar sjúkum líkamshlut-
um og ástandi þeirra, og að auk læknað viðkomandi, þá rak
vísindamanninn í rogastanz. Eða eins og dr. Karagulla kemst
að orði: „Bókin var hrein ögrun við öll mín sjónarmið, sem
reist voru á grundvelli læknisfræði og vísinda. Ég vissi talsvert