Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Side 64

Morgunn - 01.06.1977, Side 64
62 MORGUNN um heila mannsins og taugakerfi og afleiðingar flogaveiki og heilaskemmda. En fyrirbæri þau, sem gerðust hjá Cayce var ekki hægt að útskýra sem neitt af þessu. Fyrirbærin kollvörp- uðu gjörsamlega kenningum mínum um gerð mannsheilans. öll sú þekking, sem ég hafði aflað mér á liðnum árum við nám, rannsóknir og störf, gat ekki gefið skýringu á hæfileikum Cayces. Mér skildist að grundvöllur vísindalegra viðhorfa minna var ekki eins traustur og ég hafði haldið. Vandamálið lá ljóst fjcrir. Ég sá að ég átti um tvo kosti að velja: Annað hvort varð ég að loka augunum fyrir staðreyndum og láta sem þær væru ekki til, eða viðurkenna að til væru einstaklingar með furðu- lega hæfileika, sem visindin voru ekki fær um að útskýra.“ Þessi mikla undrun vísindamannsins drs. Shaficu Karagullu, þegar augu hennar opnast fyrir því, að fleira sé til á himni og jörð en heimspeki hennar dreymi um, svo vitnað sé í Shake- speare, sýnir Ijóslega hve mjög sérfræðingar vísindanna geta lokast inní þröngum sjónarmiðum vísindalegrar efnishyggju. Ef til vill er slík innilokun nauðsynleg þeim, sem ótruflaður vill komast í fremstu röð í grein sinni og afla sér virðingar vísindamanna. Á það skal ekki lagður neinn dómur hér. En hitt er víst, að það þarf óvenjulegt þrek og hugrekki til þess að skýra frá skoðunum, sem brjóta i bág við grundvallar-kenn- ingar viðurkenndra vísinda. Verður þá stundum að leggja á vogarskálarnar annars vegar vonir um frægð og frama og hins vegar ákvörðun sannleiksleitandans, að láta ekkert aftra sér frá því að rannsaka fyrirbæri, jafnvel þótt þau virðist brjóta í bág við viðurkennd lögmál eðlisfræðinnar. Þessi bók er sagan um slíkan visindamann, sem fómaði framavonum sínum, fjárhagsöryggi og jafnvel orðstir í þágu rannsókna á fólki með furðulega hæfileika. Því þegar dr. Shafica Karagulla hafði sannfærst um hæfi- leika Edgars Cayces hóf hún persónulega leit sína að öðru sálrænu fólki, sem reyndist fáanlegt til þess að leyfa henni að rannsaka hæfileika sína og hefja með henni samstarf. Og um þessa leit hennar, kynni af ófresku fólki, rannsóknir og árang- J

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.