Morgunn - 01.06.1996, Page 20
MORGUNN
getum tileinkað lífi okkar og hallað okkur að.
Aparigraha (a-parí-gra-ha) = einfaldleikinn
Aparigraha felst í því m.a. að leyfa ekki græðgi að stjórna
hugsunum okkar og athöfnum. Þar sem brahmacharya hafði
meira að gera með innri veruleikann þá er aparigraha um ytri
veruleikann og hvernig við verðum öll að aðlagast
umheiminum. Sókn okkar í gæði þurfum við að beina að
tilfinningalegri og andlegri vellíðan. Að vera „einfaldur" er að
vera hjartahreinn, jákvæður og ábyggilegur, án skilyrða,
undirferlis eða fals.
Niyama eru fimm lögmál sem hjálpa okkur að skapa
Lífstíl sem styður hin fyrri fimm lögmál yama.
Shaoca (sja-ó-tsja) = skýrleiki/hreinleiki
Shaoca fjallar um að hafa hreinleika, skýrleika, röð og reglu og
einfaldleika á hlutunum, bæði innra og ytra, þ.e. í huganum,
tilfinningunum og líkamlega. Þetta gildir líka um hinn stóra
heim og umhverfismálin. Oft safnast fyrir í huganum t.d.
mikið drasl m.a. vegna mikils áreitis utan frá, þá er mikilvægt
að verða sér meðvitaður um það og hreinsa til.
Santosa (san-tósa) = meðtekning/viðtekt
Það skapar friðsæld hugans, að leyfa sjálfum sér og öðrum að
vera eins og við erum í raun. Við veljum að elska og meðtaka
lífið eins og það er á hverju augnabliki, í stað þess að láta
18