Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Side 57

Morgunn - 01.06.1996, Side 57
MORGUNN Þannig var að við áttuni heima vestarlega í bænum og í næsta nágrenni bjó kona, drykkfelld nokkuð og talin skyggn, kölluð Eggrún. Seint eitt laugardagskvöld á vertíðinni 1962 er ég nýkominn heim. Veður var rysjótt, suðaustan slagveður, rigning og bræla. Dagurinn hafði verið erfiður á sjónum. Ég ligg uppi í sófa í herbergi sem er inn af eldhúsinu, og er að lesa í blaði. Heyri ég að einhver kemur inn, og er að tala við kon- una frammi. Gengur síðan rakleiðis inn í herbergið til mín. Er þar komin Eggrún. Hún snýr sér að mér og segir: “ Það fylgir þér maður, hann gekk inn á eftir þér, er þú varst að koma heim.“ Ég lít upp úr morgunblaðinu og spyr hana, hvort hún geti lýst manninum. Hún segir hann vera frekar lágvaxinn en þrekinn, í ullarpeysu með derhúfu, og að þetta væri góður 55

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.