Morgunn - 01.06.1996, Side 81
MORGUNN
einhvern tíma? Og er þessi endanlegi tilgangur ekki líka undir
þvf kominn að einstaklingurinn hafi beitt þekkingu sinni og trú
til að gæða allar aðstæður einhverjum tilgangi?
Staðreyndin er sú, að frá sjónarhorni lógóþerapíu er
tilgangurinn og tilfínningin fyrir honum jarðbundið fyrirbrigði.
En tilfinningin fyrir tilgangi felst í huga Frankls í því að verða
sér meðvitandi urn þá möguleika sem felast í raunveru-
leikanum. Með einföldum orðum mætti segja, að það væri að
koma auga á hvernig hœgt er að bregðast við tilteknum
aðstæðum.
En hvernig fer manneskjan að því aðfinna tilgang? Frankl
segir að „allt sem við getum gert sé að skoða líf fólks, sem
virðist hafa fundið svar við spurningunni um hvað mannlegt líf
snýst, og bera saman við þá sem ekki hafa fundið svarið.“
Samkvæmt kenningum lógóþerapíunnar eru þrjár aðalleiðir
til þess að finna tilgang lífsins. í fyrsta lagi: Með því að skapa
eitthvað eða drýgja dáð. I öðru lagi: Að upplifa eitthvað eða
kynnast einhverjum, - með öðrum orðum það er ekki aðeins
hægt að finna tilgang í verki heldur einnig í ást.
Samt er þriðja leiðin til að finna tilgang lífsins mikilvægust
þeirra allra. Jafnvel varnarlaust fómarlamb vonlausra aðstæðna
sem er ofurselt örlögum, sem það fær ekki breytt, getur hafið
sig upp yfir sjálft sig, vaxið sjálfu sér yfir höfuð og með því
móti breytt sjálfu sér. Maðurinn getur snúið persónulegum
harmleik upp í sigurgöngu. Dæmin sem Frankl tilgreinir af
veru sinni í Auswitz sýnir þetta og sannar, en hann tilgreinir
líka önnur dæmi. Hann segir:
„Ég var yfirmaður á taugasjúkdómadeild á almennum spítala í
25 ár og varð þá vitni að því hvernig sjúklingum mínum tókst að
snúa mótlæti upp í mannleg afrek. Reynslan hefur einnig fært mér
heim sönnur á því að það er hægt að finna tilgang í þjáningunni.
Vísindamenn við læknadeild Yale-háskóla „hafa undrast hve
margir stríðsfangar úr Víetnam-stríðinu hafa lýst því yfir að þótt
L
79