Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Side 84

Morgunn - 01.06.1996, Side 84
MORGUNN nota hvert andartak lífsins til hins ítrasta? spyr Frankl. og bætir við: Lifðu eins og þú sért að lifa í annað sinn og hafir hagað þér eins skakkt í fyrra skiptið og þú œtlar að fara að gera núna. Tækifærin til að gera rétt, getan til að hafa tilgang, tengjast í reynd því að líf okkar er óafturkræft. Möguleikarnir sjálfir eru þessu einnig háðir, því að um leið og við erum búin að grípa tækifæri eða höfum fundið tilgang, höfum við gert eitthvað endanlegt. Við höfum bjargað því inn í fortíðina þar sem það er vandlega geymt. Ekkert er horfið að fullu í fortíðinni, þvert á móti geymist allt þar í öruggri geymslu. Vissulega hættir fólki til að sjá aðeins sleginn akur hverfulleikans en sér hvorki né man fullar hlöður fortíðarinnar þar sem það hefur komið fyrir uppskeru lífsins: Drýgðum dáðum, kærleika til annarra og síðast en ekki síst þjáningu, sem það hefur gengið í gegnum með kjarki og reisn. Af þessu má sjá, að það er engin ástæða til að kenna í brjósti um gamalt fólk. Ungt fólk ætti fremur að öfunda það. Vissulega eiga öldungarnir engin tækifæri eða möguleika í ✓ framtíðinni. En þeir eiga það sem meira er um vert. I stað möguleika í framtíðinni eiga þeir raunveruleika í fortíðinni: Möguleikana sem þeir hafa nýtt, tilgang sem þeir hafa fundið, gildin sem þeir hafa haft í heiðri - enginn getur nokkru sinni tekið þetta frá þeim. Ef hægt er að finna tilgang í þjáningunni er möguleikinn á að finna tilgang a.m.k. ekki skilyrðum háður. Þetta skil- yrðisleysi er að sínu leyti hliðstætt skilyrðislausu gildi hvers einstaklings. Það tryggir óútmáanlegt gildi mannlegra verð- leika. Eins og lífið getur alltaf haft einhvern tilgang hvernig sem kringumstæðurnar eru, jafnvel þótt þær séu eins ömur- legar og hægt er að hugsa sér, þannig hefur hver einstaklingur einnig gildi í sjálfum sér, sem hann glatar ekki. Það á rætur að rekja til þess hvernig hann hefur hagað lífi sínu í fortíðinni en er ekki háð því hvaða gagn hann gerir á líðandi stundu. 82

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.